Pollapönk í útvarpið 14. júní 2007 08:45 „Það segir sig sjálft að það verða misgóðir brandarar,“ segir Halli um brandarahornið í Pollapönki. Tónlistarþátturinn Pollapönk hefur göngu sína á Rás 1 á föstudaginn kemur. Umsjónarmenn þáttarins eru Heiðar Örn Kristjánsson og Haraldur Freyr Gíslason, betur þekktir sem Heiðar og Halli úr Botnleðju. Þeir félagar gáfu út plötuna Pollapönk í fyrra en hún var hluti af lokaverkefni þeirra við Kennaraháskóla Íslands. „Þátturinn verður aðallega fyrir 6-12 ára börn en það ættu samt allir að geta haft gaman að honum,“ segir Halli. „Við ætlum að spila góða músik og vera með almennan fíflagang.“ Meðal dagskrárliða í útvarpsþættinum má nefna, óskalög pollanna, ljóðahornið og tvennuna. „Við könnuðum landið og tókum viðtöl við börn til að athuga hvaða óskalög þau vildu helst heyra. Þau vilja ekki endilega hlusta á lög sem eru sérstaklega samin fyrir þau. Börn hlusta á hvað sem er,“ segir Halli. „Svo verðum við með ljóðahornið þar sem Þorlákur ljóðskratti kemur og fer með stökur og í tvennunni spilum við lag og á eftir að fá hlustendur að heyra upprunalegu útgáfuna.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Halli og Heiðar spreyta sig í útvarpi en sá fyrrnefndi sá áður um tónlistarhorn í Stundinni okkar ásamt syni sínum þar sem þeir spiluðu lög og kynntu ýmis hljóðfæri fyrir yngstu kynslóðina. Í Pollpönki verður einnig brandarahorn í umsjá þeirra félaga. „Það segir sig sjálft að það verða misgóðir brandarar í horninu,“ segir Halli og hlær. Pollapönk verður á dagskrá Rásar 1 í sumar og hefst klukkan 19.40. Mest lesið Rugluðust á Laufey og „Megan“ Tónlist Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufey og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Tónlistarþátturinn Pollapönk hefur göngu sína á Rás 1 á föstudaginn kemur. Umsjónarmenn þáttarins eru Heiðar Örn Kristjánsson og Haraldur Freyr Gíslason, betur þekktir sem Heiðar og Halli úr Botnleðju. Þeir félagar gáfu út plötuna Pollapönk í fyrra en hún var hluti af lokaverkefni þeirra við Kennaraháskóla Íslands. „Þátturinn verður aðallega fyrir 6-12 ára börn en það ættu samt allir að geta haft gaman að honum,“ segir Halli. „Við ætlum að spila góða músik og vera með almennan fíflagang.“ Meðal dagskrárliða í útvarpsþættinum má nefna, óskalög pollanna, ljóðahornið og tvennuna. „Við könnuðum landið og tókum viðtöl við börn til að athuga hvaða óskalög þau vildu helst heyra. Þau vilja ekki endilega hlusta á lög sem eru sérstaklega samin fyrir þau. Börn hlusta á hvað sem er,“ segir Halli. „Svo verðum við með ljóðahornið þar sem Þorlákur ljóðskratti kemur og fer með stökur og í tvennunni spilum við lag og á eftir að fá hlustendur að heyra upprunalegu útgáfuna.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Halli og Heiðar spreyta sig í útvarpi en sá fyrrnefndi sá áður um tónlistarhorn í Stundinni okkar ásamt syni sínum þar sem þeir spiluðu lög og kynntu ýmis hljóðfæri fyrir yngstu kynslóðina. Í Pollpönki verður einnig brandarahorn í umsjá þeirra félaga. „Það segir sig sjálft að það verða misgóðir brandarar í horninu,“ segir Halli og hlær. Pollapönk verður á dagskrá Rásar 1 í sumar og hefst klukkan 19.40.
Mest lesið Rugluðust á Laufey og „Megan“ Tónlist Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufey og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira