Tónlist

Veggurinn vinsæll

Tónskáldið Roger Waters. Maðurinn á bak við mörg meistaraverk Pink Floyd, þar á meðal stórvirkið The Wall.
Tónskáldið Roger Waters. Maðurinn á bak við mörg meistaraverk Pink Floyd, þar á meðal stórvirkið The Wall.

Vegna mikillar aðsóknar á tónleika hljómsveitarinnar Dúndurfrétta og Sinfóníuhljómsveitar Íslands 29. júní næstkomandi verða haldnir aukatónleikar deginum áður, fimmtudaginn 28. júní.

Sveitirnar tvær flytja þrekvirki rokksögunnar, The Wall eftir Roger Waters og Pink Floyd í Laugardalshöll. Útsetningar gerir Haraldur Vignir Sveinbjörnsson.

Hljómsveitin Dúndurfréttir hefur áður flutt ýmsar perlur rokksögunnar á eftirminnilegum tónleikum í Borgarleikhúsinu og í Austurbæ við frábærar undirtektir. Fjöldi fólks, tónlistarmanna, og tæknimanna mun leggja hönd á plóginn en þar að auki mun Skólakór Kársness undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur koma fram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×