Grenivík eignar sér Ægissíðu 19. júní 2007 05:00 Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson stafsetti Ægisíðu vitlaust á nýjustu plötu sinni. MYND/GVA „Ég var alveg viss um að þetta væri með tveimur essum. Þetta eru bara mín mistök,“ segir tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson um lagið Ægissíða, sem er misritað á nýjustu plötu hans Hagamelur. Jóni var bent á mistökin á tónleikum sínum á Grenivík á dögunum þar sem gatan Ægissíða liggur um bæinn. Þar í bæ er hún aftur á móti skrifuð með tveimur essum. Þess má jafnframt geta að húsið Hagamelur er einnig til á Grenivík, sem gerir tengingu plötunnar við bæjarfélagið ennþá merkilegri. „Þeir eru að reyna að eigna sér lagið og það er hið besta mál. Ég hef bara aldrei labbað fjöruna þar. Þetta gerir það kannski að verkum að fleiri geta tekið þetta til sín, þessa gönguferð mína um Ægisíðuna,“ segir Jón. „Þetta er eitthvað sem enginn hafði minnst á fyrr en á Grenivík. Ég held að Reykvíkingar séu kannski ekki með það á hreinu hvernig á að skrifa Ægisíða.“ Jón leggur til að í stað þess að fimm þúsund eintök af plötunni verði innkölluð bregðist Reykjavíkurborg við mistökunum með því að skipta um götuskiltin sem merkt eru Ægisíða. Þannig verði málið leyst á afar farsælan hátt. Hagamelur hefur verið söluhæsta plata landsins að undanförnu og er Jón vitaskuld hæstánægður með það. „Þetta er mjög gaman en eftir því sem árunum fjölgar kippir maður sér minna upp við þetta. Nú er það mitt mál að halda disknum gangandi út sumarið og helst reyna að láta hann svífa yfir í jólatraffíkina,“ segir hann. Jón, sem hélt útgáfutónleika í Iðnó fyrir skömmu, er kominn í nokkurra vikna frí en heldur síðan ótrauður áfram með tónleikahald síðar í sumar. Mest lesið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Lífið samstarf Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Fleiri fréttir Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
„Ég var alveg viss um að þetta væri með tveimur essum. Þetta eru bara mín mistök,“ segir tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson um lagið Ægissíða, sem er misritað á nýjustu plötu hans Hagamelur. Jóni var bent á mistökin á tónleikum sínum á Grenivík á dögunum þar sem gatan Ægissíða liggur um bæinn. Þar í bæ er hún aftur á móti skrifuð með tveimur essum. Þess má jafnframt geta að húsið Hagamelur er einnig til á Grenivík, sem gerir tengingu plötunnar við bæjarfélagið ennþá merkilegri. „Þeir eru að reyna að eigna sér lagið og það er hið besta mál. Ég hef bara aldrei labbað fjöruna þar. Þetta gerir það kannski að verkum að fleiri geta tekið þetta til sín, þessa gönguferð mína um Ægisíðuna,“ segir Jón. „Þetta er eitthvað sem enginn hafði minnst á fyrr en á Grenivík. Ég held að Reykvíkingar séu kannski ekki með það á hreinu hvernig á að skrifa Ægisíða.“ Jón leggur til að í stað þess að fimm þúsund eintök af plötunni verði innkölluð bregðist Reykjavíkurborg við mistökunum með því að skipta um götuskiltin sem merkt eru Ægisíða. Þannig verði málið leyst á afar farsælan hátt. Hagamelur hefur verið söluhæsta plata landsins að undanförnu og er Jón vitaskuld hæstánægður með það. „Þetta er mjög gaman en eftir því sem árunum fjölgar kippir maður sér minna upp við þetta. Nú er það mitt mál að halda disknum gangandi út sumarið og helst reyna að láta hann svífa yfir í jólatraffíkina,“ segir hann. Jón, sem hélt útgáfutónleika í Iðnó fyrir skömmu, er kominn í nokkurra vikna frí en heldur síðan ótrauður áfram með tónleikahald síðar í sumar.
Mest lesið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Lífið samstarf Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Fleiri fréttir Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira