Viðskipti innlent

Føroya Banki hækkaði um 29%

Hlutabréf í Føroya Banka ruku upp 28,6 prósent frá útboðsgengi á fyrsta viðskiptadegi félagsins í Kauphöllunum á Íslandi og í Kaupmannahöfn. Útboðsgengið var 189 danskar krónur á hlut, fyrstu viðskipti fóru fram á genginu 240 en lokagengið var 243. Velta var töluverð í Kauphöll Íslands eða um 530 milljónir króna í 241 viðskiptum.

Markaðsvirði bankans jókst þar með um 540 milljónir danskra króna, jafnvirði sex milljarða íslenskra króna. Heildarvirði bankans í lok viðskiptadags var um 27,2 milljarðar króna.

Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu sýndu íslenskir fjárfestar einkavæðingunni mikinn áhuga en yfir sex þúsund íslenskir aðilar skráðu sig fyrir bréfum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×