Rokkað í kjallaranum hjá Jóa Fel 25. júní 2007 08:30 Þeir Alex og Gylfi eru meðal þeirra sem æfa í kjallaranum. „Ég heyri í þeim, en sem betur fer æfa þeir bara á kvöldin á meðan við erum ekki við vinnu. Á meðan svo er þá er þetta í góðu lagi,“ segir bakarinn og sjónvarpsmaðurinn Jói Fel en í kjallaranum á húsnæði hans stærsta bakarís við Kleppsveginn hafa vinsælar rokksveitir komið sér upp æfingaaðstöðu. Hljómsveitirnar sem um ræðir eru Kimono, Jeff Who?, Jan Mayen, Skátar, Beikon og síðast en ekki síst hljómsveitin Æla. Aðspurður sagði Jói að vissulega væri það ekki sérlega hentugt að hafa Ælu í kjallaranum hjá sér. „Ég vona bara að nafngiftin sé ekki tilkomin eftir viðskipti við okkur,“ sagði Jói hlæjandi en sjálfur segist hann mikill rokkari inn við beinið. „Því þyngra sem það er, því betra. Ég fer fram á að þeir bjóði mér ef þeir halda tónleika.“ Það er Gylfi Blöndal, gítarleikari Kimono, sem á heiðurinn af því að hafa skaffað húsnæðið sem um ræðir. „Ég frétti af húsnæðinu í gegnum fasteignabraskara sem ég þekki og það var fullkomið, nema hvað að það var of stórt,“ útskýrir Gylfi en alls er svæðið rúmir 150 fermetrar. Í framhaldinu kom upp sú hugmynd að skipta því í fjögur jafnstór herbergi með því að reisa veggi á milli. „Ég hringdi 2-3 símtöl í vini og kunningja og áður en ég vissi af var búið að fylla húsnæðið af góðum böndum. Þetta var ekki flóknara en það,“ segir Gylfi. Í framhaldinu tóku meðlimir sveitanna sig til og stofnuðu formlega Félag áhugamanna um heimsfrægð. Og í nafni heimsfrægðarinnar var sótt um styrk til Landsbankans - sem fékkst í gegn og gerði þeim kleift að reisa veggi og setja rafmagnsleiðslur um allt húsið. Og nú eru þar fjögur herbergi, þar af eitt með litlu hljóðveri. Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Ég heyri í þeim, en sem betur fer æfa þeir bara á kvöldin á meðan við erum ekki við vinnu. Á meðan svo er þá er þetta í góðu lagi,“ segir bakarinn og sjónvarpsmaðurinn Jói Fel en í kjallaranum á húsnæði hans stærsta bakarís við Kleppsveginn hafa vinsælar rokksveitir komið sér upp æfingaaðstöðu. Hljómsveitirnar sem um ræðir eru Kimono, Jeff Who?, Jan Mayen, Skátar, Beikon og síðast en ekki síst hljómsveitin Æla. Aðspurður sagði Jói að vissulega væri það ekki sérlega hentugt að hafa Ælu í kjallaranum hjá sér. „Ég vona bara að nafngiftin sé ekki tilkomin eftir viðskipti við okkur,“ sagði Jói hlæjandi en sjálfur segist hann mikill rokkari inn við beinið. „Því þyngra sem það er, því betra. Ég fer fram á að þeir bjóði mér ef þeir halda tónleika.“ Það er Gylfi Blöndal, gítarleikari Kimono, sem á heiðurinn af því að hafa skaffað húsnæðið sem um ræðir. „Ég frétti af húsnæðinu í gegnum fasteignabraskara sem ég þekki og það var fullkomið, nema hvað að það var of stórt,“ útskýrir Gylfi en alls er svæðið rúmir 150 fermetrar. Í framhaldinu kom upp sú hugmynd að skipta því í fjögur jafnstór herbergi með því að reisa veggi á milli. „Ég hringdi 2-3 símtöl í vini og kunningja og áður en ég vissi af var búið að fylla húsnæðið af góðum böndum. Þetta var ekki flóknara en það,“ segir Gylfi. Í framhaldinu tóku meðlimir sveitanna sig til og stofnuðu formlega Félag áhugamanna um heimsfrægð. Og í nafni heimsfrægðarinnar var sótt um styrk til Landsbankans - sem fékkst í gegn og gerði þeim kleift að reisa veggi og setja rafmagnsleiðslur um allt húsið. Og nú eru þar fjögur herbergi, þar af eitt með litlu hljóðveri.
Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira