Viðskipti erlent

Nýtur ekki stuðnings

Verkalýðsfélög í Hollandi eru opin fyrir sölu á matvælavinnsluvélahluta Stork til Marel. Skipting félagsins hefur hins vegar strandað á borði stjórnar fyrirtækisins.
Verkalýðsfélög í Hollandi eru opin fyrir sölu á matvælavinnsluvélahluta Stork til Marel. Skipting félagsins hefur hins vegar strandað á borði stjórnar fyrirtækisins. Fréttablaðið/AFP

Breska fjárfestingafélagið Candover birti í gær skilyrði fyrir væntanlegu yfirtökutilboði í hollensku samsteypuna Stork. Tilboðið hljóðar upp á 1,5 milljarða evra, jafnvirði 125,5 milljarða íslenskra króna en felur í sér að það sé bindandi berist ekki fimm prósentustiga hærri tilboð í samstæðuna. Þá er skilyrði um að 80 prósent hluthafa verði að taka boðinu. Samþykki 95 prósent hluthafa þarf til að afskrá félagið.



Tilboð Candover hljóðar upp á 47 evrur á hlut en gengið fór í 46,80 evrur og þykir lítill stuðningur fyrir boðinu í hluthafahópi Stork. Líklegra þykir því að nýtt og hærra tilboð líti dagsins ljós.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×