Kynjamyndir á Korpúlfsstöðum 27. júní 2007 02:30 Myndlistin ræður ríkjum á Korpúlfsstöðum og eru áhugasamir hvattir til að nýta tækifærið sem gefst nú í vikunni. fréttablaðið/hörður Hópur þrettán myndlistarmanna og hönnuða sem hafa vinnustofur sínar á Korpúlfsstöðum opna gáttir sínar þessa vikuna og bjóða listunnendum og öðrum forvitnum gestum að kíkja á verk sín. Hópurinn kennir sig við „KorpArt“. Málarinn Erlingur Valgarðsson útskýrir að viðbrögð gesta á opnum degi hússins hinn 1. maí hafi verið afbragðsgóð og fullt út úr dyrum. Sjálfur hefur hann starfað á Korpúlfsstöðum síðan í september en flestir hinna þátttakendanna fluttu vinnustofur sínar þangað fyrir um þremur mánuðum eða um svipað leyti og Sjónlistamiðstöð var komið á laggirnar í þessu fyrrverandi stórbýli höfuðborgarinnar. Á opnum dögum sem þessum skapast iðulega líflegar umræður milli leik- og listamanna og einnig er hægt að gera góð kaup þegar verslað er beint við listafólkið. Erlingur segir margt að sjá á Korpúlfsstöðum. „Við notum einnig ganga hússins en þar er fólk byrjað að hengja upp; við nýtum húsið eins og kostur er.“ Hópurinn stefnir að því að hafa opinn dag á Korpúlfsstöðum fyrsta laugardag hvers mánaðar í framtíðinni. Auk Erlings eru eftirtaldir listamenn í hópnum: Olga Dagmar, Hekla, Margrét Zophoniusardóttir, Edda Þórey, Jónína Margrét, Ninný, Æja, Örn Smári, Ólöf, Sólveig Dagmar, Laufey og Dura/xirena. Vinnustofurnar verða opnar milli 12 og 16 til og með 29. júní. Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Hópur þrettán myndlistarmanna og hönnuða sem hafa vinnustofur sínar á Korpúlfsstöðum opna gáttir sínar þessa vikuna og bjóða listunnendum og öðrum forvitnum gestum að kíkja á verk sín. Hópurinn kennir sig við „KorpArt“. Málarinn Erlingur Valgarðsson útskýrir að viðbrögð gesta á opnum degi hússins hinn 1. maí hafi verið afbragðsgóð og fullt út úr dyrum. Sjálfur hefur hann starfað á Korpúlfsstöðum síðan í september en flestir hinna þátttakendanna fluttu vinnustofur sínar þangað fyrir um þremur mánuðum eða um svipað leyti og Sjónlistamiðstöð var komið á laggirnar í þessu fyrrverandi stórbýli höfuðborgarinnar. Á opnum dögum sem þessum skapast iðulega líflegar umræður milli leik- og listamanna og einnig er hægt að gera góð kaup þegar verslað er beint við listafólkið. Erlingur segir margt að sjá á Korpúlfsstöðum. „Við notum einnig ganga hússins en þar er fólk byrjað að hengja upp; við nýtum húsið eins og kostur er.“ Hópurinn stefnir að því að hafa opinn dag á Korpúlfsstöðum fyrsta laugardag hvers mánaðar í framtíðinni. Auk Erlings eru eftirtaldir listamenn í hópnum: Olga Dagmar, Hekla, Margrét Zophoniusardóttir, Edda Þórey, Jónína Margrét, Ninný, Æja, Örn Smári, Ólöf, Sólveig Dagmar, Laufey og Dura/xirena. Vinnustofurnar verða opnar milli 12 og 16 til og með 29. júní.
Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira