Tónlist

Tvennir tónleikar

Hljómsveitin Ljótu hálfvitarnir heldur tvenna útgáfutónleika á næstunni.
Hljómsveitin Ljótu hálfvitarnir heldur tvenna útgáfutónleika á næstunni.

Þingeyska gleðisveitin Ljótu hálfvitarnir, sem nýlega gaf út sína fyrstu plötu, heldur tvenna útgáfutónleika á næstunni. Fyrri tónleikarnir verða í Borgarleikhúsinu á laugardag en hinir síðari í Ýdölum í Aðaldal viku síðar.



Ljótu hálfvitarnir hafa vakið athygli fyrir grípandi lagasmíðar, hnyttna texta og afar líflega framkomu á tónleikum. Hefur lagið Sonur hafsins hljómað talsvert í útvarpinu að undanförnu. Alls eru þrettán lög á plötunni og sömdu meðlimir sveitarinnar þau í sameiningu. Um upptökur sáu þeir Guðmundur Kristinn Jónsson og Sigurður Guðmundsson, oft kenndir við Baggalút og Hjálma.



Miðaverð á tónleikana í Borgar­leikhúsinu er 1.800 krónur en 1.500 á tónleikana í Ýdölum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×