Tónlist

Miðasala á Jethro Tull

Forsprakki Jethro Tull er á leiðinni hingað til lands í þriðja sinn.
Forsprakki Jethro Tull er á leiðinni hingað til lands í þriðja sinn.

Miðasala á tvenna tónleika bresku rokksveitarinnar Jethro Tull í Háskólabíói 14. og 15. september er hafin. Jethro Tull kom síðast hingað til lands árið 1992 þegar hún spilaði á Akranesi. Forsprakki sveitarinnar Ian Anderson spilaði síðan í Laugardalshöll á síðasta ári með Sinfóníuhljómsveit Íslands og bandaríska fiðlusnillingnum Lucia Micarelli.

Jethro Tull, sem var stofnuð árið 1968, hefur gefið út þrjátíu plötur sem hafa selst í yfir sjötíu milljónum eintaka. Þykir sveitin afar skemmtileg á tónleikum. Miðasalan fer meðal annars fram á midi.is og er miðaverð 7900 í A-sæti en 6900 í B-sæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×