Kryddpíurnar snúa aftur 29. júní 2007 09:15 Emma Bunton, Mel Brown, Mel Chisholm, Victoria Adams og Geri Halliwell á blaðamannafundi í gær. MYND/Getty Kryddpíurnar hafa snúið aftur úr áralangri pásu og ætla í tónleikaferð um heiminn í desember og janúar. Allir upprunalegir meðlimir verða með í þetta sinn, þar á meðal Geri Halliwell sem hætti í maí 1998. Tónleikaferðin hefst í Los Angeles og verða tónleikarnir ellefu talsins. „Við vildum minnast góðra tíma, skemmta okkur saman og hitta aðdáendurna aftur. Þetta var rétti tímapunkturinn,“ sagði Halliwell. Aðeins einir tónleikar eru fyrirhugaðir í London og kom það mörgum aðdáendum sveitarinnar á óvart. fyrir tíu árum Kryddpíurnar er þær hittu Karl Bretaprins á samkomu fyrir tíu árum. fréttablaðið/gettyimages Kryddpíurnar hafa selt yfir 55 milljónir platna út um allan heim og hafa meira að segja leikið í sinni eigin kvikmynd, Spice World. Árið 2001 lagði sveitin upp laupana og í kjölfarið hófu þær Emma, Mel B, Mel C og Victoria Beckham sólóferil hver í sínu horni. Gengu þær tilraunir upp og ofan og vonast þær stöllur til að endurvekja vinsældir sínar með tónleikaferðinni. Mest lesið Kærleiksbomba frá GusGus Tónlist Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Menning Fleiri fréttir Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Kryddpíurnar hafa snúið aftur úr áralangri pásu og ætla í tónleikaferð um heiminn í desember og janúar. Allir upprunalegir meðlimir verða með í þetta sinn, þar á meðal Geri Halliwell sem hætti í maí 1998. Tónleikaferðin hefst í Los Angeles og verða tónleikarnir ellefu talsins. „Við vildum minnast góðra tíma, skemmta okkur saman og hitta aðdáendurna aftur. Þetta var rétti tímapunkturinn,“ sagði Halliwell. Aðeins einir tónleikar eru fyrirhugaðir í London og kom það mörgum aðdáendum sveitarinnar á óvart. fyrir tíu árum Kryddpíurnar er þær hittu Karl Bretaprins á samkomu fyrir tíu árum. fréttablaðið/gettyimages Kryddpíurnar hafa selt yfir 55 milljónir platna út um allan heim og hafa meira að segja leikið í sinni eigin kvikmynd, Spice World. Árið 2001 lagði sveitin upp laupana og í kjölfarið hófu þær Emma, Mel B, Mel C og Victoria Beckham sólóferil hver í sínu horni. Gengu þær tilraunir upp og ofan og vonast þær stöllur til að endurvekja vinsældir sínar með tónleikaferðinni.
Mest lesið Kærleiksbomba frá GusGus Tónlist Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Menning Fleiri fréttir Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira