Rödd Bjarkar aðalatriðið 1. júlí 2007 00:45 Björk Guðmundsdóttir hefur ekki mikinn áhuga á meginstraumnum. fréttablaðið/heiða Björk Guðmundsdóttir segir í viðtali við tímaritið Plan B að rödd hennar hafi verið aðalmálið í gegnum tíðina, ekki hverja hún hitti eða hvað hún gerði. „Allir segja: „Hún er svo heppin: hún klæddist svanakjólnum og lamdi blaðamanninn,“ og allt þetta klisjukennda bull. Málið er að alveg síðan ég var í Sykurmolunum hefur allt snúist um röddina mína,“ segir Björk. „Sumir Íslendingar halda að ég hafi ákveðið ferilinn fyrirfram og að ég hafi komist í kynni við rétta fólkið en það er alrangt. Eftir að ég gaf út Debut vildi fólk vinna með mér og tala við mig eða láta mynda sig með mér, að mér fannst vegna raddarinnar minnar, ekki vegna alls hins. Fólk eyðir samt miklum tíma í að spá í hina hlutina.“ Björk segist aldrei hafa haft áhuga á meginstraumnum í tónlistarsköpun sinni. Hefði hún viljað fylgja honum hefði hún gert hlutina allt öðruvísi en hún hefur gert. „Ég hefði tekið þátt í fullt af auglýsingum. Ég hefði samið alls konar tónlist fyrir Hollywood-myndir. Ég hefði eytt einum mánuði í að búa til hverja plötu og 23 mánuðum í að kynna hana í fjölmiðlum,“ segir hún. „Innst inni trúi ég því að tónlist sé fyrir alla. Eins mikið og ég hef gaman af öðruvísi, sérvitri tónlist og fíla fólk sem gerir plötur sem seljast bara í þremur eintökum, trúi ég á þennan milliveg þar sem hægt er að fara báðar leiðir. Uppáhaldstónlistin mín snýst um að sérkennunum er ekki fórnað og í staðinn nær hún þessum töfrastað í miðjunni.“ Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Magnesíum potturinn í Laugardalslaug snýr aftur! Lífið samstarf Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Björk Guðmundsdóttir segir í viðtali við tímaritið Plan B að rödd hennar hafi verið aðalmálið í gegnum tíðina, ekki hverja hún hitti eða hvað hún gerði. „Allir segja: „Hún er svo heppin: hún klæddist svanakjólnum og lamdi blaðamanninn,“ og allt þetta klisjukennda bull. Málið er að alveg síðan ég var í Sykurmolunum hefur allt snúist um röddina mína,“ segir Björk. „Sumir Íslendingar halda að ég hafi ákveðið ferilinn fyrirfram og að ég hafi komist í kynni við rétta fólkið en það er alrangt. Eftir að ég gaf út Debut vildi fólk vinna með mér og tala við mig eða láta mynda sig með mér, að mér fannst vegna raddarinnar minnar, ekki vegna alls hins. Fólk eyðir samt miklum tíma í að spá í hina hlutina.“ Björk segist aldrei hafa haft áhuga á meginstraumnum í tónlistarsköpun sinni. Hefði hún viljað fylgja honum hefði hún gert hlutina allt öðruvísi en hún hefur gert. „Ég hefði tekið þátt í fullt af auglýsingum. Ég hefði samið alls konar tónlist fyrir Hollywood-myndir. Ég hefði eytt einum mánuði í að búa til hverja plötu og 23 mánuðum í að kynna hana í fjölmiðlum,“ segir hún. „Innst inni trúi ég því að tónlist sé fyrir alla. Eins mikið og ég hef gaman af öðruvísi, sérvitri tónlist og fíla fólk sem gerir plötur sem seljast bara í þremur eintökum, trúi ég á þennan milliveg þar sem hægt er að fara báðar leiðir. Uppáhaldstónlistin mín snýst um að sérkennunum er ekki fórnað og í staðinn nær hún þessum töfrastað í miðjunni.“
Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Magnesíum potturinn í Laugardalslaug snýr aftur! Lífið samstarf Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“