Ólafur flýgur yfir sveitina á 150 milljóna króna þyrlu 4. júlí 2007 09:45 þyrla Ólafs tekur 6 manns í sæti og er þar með sú stærsta í einkaeigu á landinu. Til hægri sést í innganginn að húsi Ólafs. Lítið ber á húsinu sjálfu enda er það byggt inn í landið. Vísir/Anton Brink Ólafur Ólafsson í Samskipum ferðast ekki um á hefðbundnu farartæki þessa dagana, en um er að ræða stóra og mikla þyrlu af gerðinni Eurocopter AS 350 B3. Þyrlan er dökkblá að lit með gylltum röndum á hliðunum. Ólafur, sem alla jafna býr í London, dvelur þessa dagana á jörð sinni í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi en flýgur reglulega til Reykjavíkur enda er hann ekki nema 25 mínútur á leiðinni. Þyrlan tekur 6 manns í sæti og á hlið hennar stendur G-ORRI. „G stendur fyrir Bretland,” segir Ólafur. „Orranafnið valdi ég sjálfur einfaldlega vegna þess að mér þykir það fallegt.” Ólafur hefur haft einkaflugmannspróf lengi en bætti við sig þyrluprófi nýverið og ákvað í framhaldinu að kaupa sér þyrlu. „Flugkennarinn flaug henni hingað til lands fyrir mig. Sjálfur hef ég flogið henni til landa í kringum Bretland og svo hérna innanlands. Þyrlur eru frábærar til brúks á Íslandi og ég er viss um að við eigum eftir að sjá meira af því að menn kaupi sér slík farartæki enda kosta þær ekki flugvallabyggingar og mannvirkjagerð. Fyrir utan að þær láta betur í vindum og vondum veðrum,” segir Ólafur sem ekki hefur lent í háska á þyrlunni sjálfur enda er hann að eigin sögn „sæmilega samviskusamur í að þjálfa sig”.Ekki allir sáttir Ólafur keypti þyrluna glænýja og segist hafa borgað á bilinu 1,7-1,8 milljónir Evra fyrir gripinn en það jafngildir um 150 milljónum íslenskra króna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru að minnsta kosti fimm þyrlur í einkaeigu á Íslandi. Þyrla Ólafs er þó stærst þeirra allra. Ekki eru allir á eitt sáttir um ágæti þyrlunnar því nágranni Ólafs og meðeigandi jarðarinnar, Sigurður Hreinsson og kona hans Bryndís Guðmundsdóttir, segja það ótrúlegt að lenda megi þyrlu nánast í bakgarðinum hjá þeim, því af henni hljótist töluverður hávaði og annað ónæði.„Við erum hér með bæði hesta og kindur auk þess sem mófuglinn er í hreiðri þessa dagana. Þetta er sérstaklega slæmt hvað varðar hestana. Dóttir okkar og vinkonur hennar voru að ríða út þegar Ólafur kom hér á þyrlunni í fyrsta sinn. Hestarnir fældust og ein þeirra datt af baki,” segir Sigurður. „Manni finnst með ólíkindum að ekki þurfi að taka tillit til nágranna hvað svona varðar. Um helgina vorum við með síðbúna fermingarveislu og hann flaug fjórum sinnum yfir. Það heyrðist varla mannsins mál á meðan. Mér skilst að ekki séu til reglur um þessi mál og því spyr ég: Er ekki eðlilegt að búa þær til þegar menn eru farnir að kaupa sér þyrlur og fljúga þeim hingað og þangað?” Sigurður segir að menn leitist við að búa í sveit til þess að fá að vera í friði. „Þar eru menn með dýr í ró og næði – þangað til koma þyrlur.” Ólafur segir þessa nágrannadeilu grundvallast á öðru en þyrlunni. „Við höfum staðið í löngum og ströngum málaferlum varðandi landamerki og fleira. Á ég að þurfa að hringja í þig og spyrja hvort ég megi lenda á Reykjavíkurflugvelli? Ég lendi hér þyrlu á mínu eigin landi og fer eftir öllum settum reglum.” Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Fleiri fréttir Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Sjá meira
Ólafur Ólafsson í Samskipum ferðast ekki um á hefðbundnu farartæki þessa dagana, en um er að ræða stóra og mikla þyrlu af gerðinni Eurocopter AS 350 B3. Þyrlan er dökkblá að lit með gylltum röndum á hliðunum. Ólafur, sem alla jafna býr í London, dvelur þessa dagana á jörð sinni í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi en flýgur reglulega til Reykjavíkur enda er hann ekki nema 25 mínútur á leiðinni. Þyrlan tekur 6 manns í sæti og á hlið hennar stendur G-ORRI. „G stendur fyrir Bretland,” segir Ólafur. „Orranafnið valdi ég sjálfur einfaldlega vegna þess að mér þykir það fallegt.” Ólafur hefur haft einkaflugmannspróf lengi en bætti við sig þyrluprófi nýverið og ákvað í framhaldinu að kaupa sér þyrlu. „Flugkennarinn flaug henni hingað til lands fyrir mig. Sjálfur hef ég flogið henni til landa í kringum Bretland og svo hérna innanlands. Þyrlur eru frábærar til brúks á Íslandi og ég er viss um að við eigum eftir að sjá meira af því að menn kaupi sér slík farartæki enda kosta þær ekki flugvallabyggingar og mannvirkjagerð. Fyrir utan að þær láta betur í vindum og vondum veðrum,” segir Ólafur sem ekki hefur lent í háska á þyrlunni sjálfur enda er hann að eigin sögn „sæmilega samviskusamur í að þjálfa sig”.Ekki allir sáttir Ólafur keypti þyrluna glænýja og segist hafa borgað á bilinu 1,7-1,8 milljónir Evra fyrir gripinn en það jafngildir um 150 milljónum íslenskra króna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru að minnsta kosti fimm þyrlur í einkaeigu á Íslandi. Þyrla Ólafs er þó stærst þeirra allra. Ekki eru allir á eitt sáttir um ágæti þyrlunnar því nágranni Ólafs og meðeigandi jarðarinnar, Sigurður Hreinsson og kona hans Bryndís Guðmundsdóttir, segja það ótrúlegt að lenda megi þyrlu nánast í bakgarðinum hjá þeim, því af henni hljótist töluverður hávaði og annað ónæði.„Við erum hér með bæði hesta og kindur auk þess sem mófuglinn er í hreiðri þessa dagana. Þetta er sérstaklega slæmt hvað varðar hestana. Dóttir okkar og vinkonur hennar voru að ríða út þegar Ólafur kom hér á þyrlunni í fyrsta sinn. Hestarnir fældust og ein þeirra datt af baki,” segir Sigurður. „Manni finnst með ólíkindum að ekki þurfi að taka tillit til nágranna hvað svona varðar. Um helgina vorum við með síðbúna fermingarveislu og hann flaug fjórum sinnum yfir. Það heyrðist varla mannsins mál á meðan. Mér skilst að ekki séu til reglur um þessi mál og því spyr ég: Er ekki eðlilegt að búa þær til þegar menn eru farnir að kaupa sér þyrlur og fljúga þeim hingað og þangað?” Sigurður segir að menn leitist við að búa í sveit til þess að fá að vera í friði. „Þar eru menn með dýr í ró og næði – þangað til koma þyrlur.” Ólafur segir þessa nágrannadeilu grundvallast á öðru en þyrlunni. „Við höfum staðið í löngum og ströngum málaferlum varðandi landamerki og fleira. Á ég að þurfa að hringja í þig og spyrja hvort ég megi lenda á Reykjavíkurflugvelli? Ég lendi hér þyrlu á mínu eigin landi og fer eftir öllum settum reglum.”
Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Fleiri fréttir Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Sjá meira