Styttist í endurkomu Kristjáns Jóhannssonar 9. júlí 2007 09:45 Kristján Jóhannsson hyggst snúa aftur til Íslands á þessu ári og halda glæsilega tónleika. Ekki er þó ljóst nákvæmlega hvenær þeir verða. „Ég get ekki uppljóstrað hvenær það verður, en þetta verður fyrr en seinna á þessu ári,“ segir óperusöngvarinn Kristján Jóhannsson. Hann hyggst snúa aftur til Íslands og halda tónleika hér á landi en það yrðu þeir fyrstu eftir að mikið fjölmiðlafár varð í kringum góðgerðatónleika Ólafs M. Magnússonar árið 2004 en þar var Kristján sagður taka óeðlilega há laun fyrir að koma fram. Kristján var þögull sem gröfin um það hvenær og hvar tónleikarnir yrðu en taldi nokkuð víst að þeir yrðu á undan tónleikum Andrea Bocelli í Egilshöll í lok október. „Vonandi verða þetta ánægjulegir endurfundir og kannski verður maður bara eins og týndi sonurinn, alikálfinum slátrað og þar fram eftir götunum,“ bætir Kristján við. Hetjutenórinn hefur haft nóg fyrir stafni. Hann er með tólf nemendur hjá sér í kennslu og hefur verið að æfa nýjar óperur. Enn sem fyrr er mikil eftirspurn eftir kröftum Kristjáns. Kristján hefur jafnframt verið duglegur við að halda tónleika og þegar Fréttablaðið náði tali af honum voru einir sjö í burðarliðnum. Kristján býr við Gardavatn á Ítalíu og varð nýlega fyrir því óláni að missa farsíma sinn ofan í vatnið þegar hann var á siglingu með vini sínum. „Já, þarna hurfu nokkur hundruð símanúmer með góðum samböndum. En mér gafst líka tækifæri til að vinsa út þá sem ég vildi ekki lengur hafa í símanum hjá mér.“ Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Ég get ekki uppljóstrað hvenær það verður, en þetta verður fyrr en seinna á þessu ári,“ segir óperusöngvarinn Kristján Jóhannsson. Hann hyggst snúa aftur til Íslands og halda tónleika hér á landi en það yrðu þeir fyrstu eftir að mikið fjölmiðlafár varð í kringum góðgerðatónleika Ólafs M. Magnússonar árið 2004 en þar var Kristján sagður taka óeðlilega há laun fyrir að koma fram. Kristján var þögull sem gröfin um það hvenær og hvar tónleikarnir yrðu en taldi nokkuð víst að þeir yrðu á undan tónleikum Andrea Bocelli í Egilshöll í lok október. „Vonandi verða þetta ánægjulegir endurfundir og kannski verður maður bara eins og týndi sonurinn, alikálfinum slátrað og þar fram eftir götunum,“ bætir Kristján við. Hetjutenórinn hefur haft nóg fyrir stafni. Hann er með tólf nemendur hjá sér í kennslu og hefur verið að æfa nýjar óperur. Enn sem fyrr er mikil eftirspurn eftir kröftum Kristjáns. Kristján hefur jafnframt verið duglegur við að halda tónleika og þegar Fréttablaðið náði tali af honum voru einir sjö í burðarliðnum. Kristján býr við Gardavatn á Ítalíu og varð nýlega fyrir því óláni að missa farsíma sinn ofan í vatnið þegar hann var á siglingu með vini sínum. „Já, þarna hurfu nokkur hundruð símanúmer með góðum samböndum. En mér gafst líka tækifæri til að vinsa út þá sem ég vildi ekki lengur hafa í símanum hjá mér.“
Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira