Allt breytt eftir sigurinn 11. júlí 2007 04:00 Sigurinn á Karlovy Vary hefur gjörbreytt öllu skipulagi. Mýrin ætti því að fara víða á þessu ári. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því hversu mikil áhrif þessi sigur myndi hafa,“ segir Baltasar Kormákur, leikstjóri Mýrinnar sem hlaut Kristalshnöttinn á Karlovy Vary-kvikmyndahátíðinni í Tékklandi. Þegar Fréttablaðið ræddi við Baltasar vikuna áður en úrslitin voru tilkynnt höfðu borist einhver tugur tilboða um að koma með myndina á kvikmyndahátíðir. Nú væri öldin hins vegar önnur og tilboðunum og hamingjuóskum hreinlega rignir inn. „Ég hef bara aldrei upplifað annað eins, umfjöllun um sigurinn var á forsíðu Variety og skipulagið okkar er því gjörbreytt,“ útskýrir Baltasar en bætir því hins vegar við að hann ætli að stíga varlega til jarðar. Sigurinn hefur jafnframt mikla þýðingu fyrir Baltasar sem leikstjóra og á borðinu liggja nokkur tilboð um að leikstýra kvikmyndum erlendis og leikstjórinn viðurkennir að honum lítist sérstaklega vel á eitt en vildi ekki gefa upp hvað og hvaðan það væri. En leikstjórinn liggur alls ekki með tærnar upp í loft og íhugar gylliboð frá útlöndum. Baltasar var ekki fyrr lentur eftir sigurförina til Tékklands en hann var kominn út í Flatey ásamt leikmyndasmiðum við að undirbúa gamanmyndina Brúðguminn. „Maður verður að nýta tímann á meðan það er svona gott veður,“ sagði Baltasar. Og þá er einnig í farvatninu að leika í kvikmynd Óskars Jónasonar sem hefur verið þekkt undir nafninu S.O.S en hefur nú verið gefið nafnið Reykjavík Rotterdam. Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
„Ég gerði mér ekki grein fyrir því hversu mikil áhrif þessi sigur myndi hafa,“ segir Baltasar Kormákur, leikstjóri Mýrinnar sem hlaut Kristalshnöttinn á Karlovy Vary-kvikmyndahátíðinni í Tékklandi. Þegar Fréttablaðið ræddi við Baltasar vikuna áður en úrslitin voru tilkynnt höfðu borist einhver tugur tilboða um að koma með myndina á kvikmyndahátíðir. Nú væri öldin hins vegar önnur og tilboðunum og hamingjuóskum hreinlega rignir inn. „Ég hef bara aldrei upplifað annað eins, umfjöllun um sigurinn var á forsíðu Variety og skipulagið okkar er því gjörbreytt,“ útskýrir Baltasar en bætir því hins vegar við að hann ætli að stíga varlega til jarðar. Sigurinn hefur jafnframt mikla þýðingu fyrir Baltasar sem leikstjóra og á borðinu liggja nokkur tilboð um að leikstýra kvikmyndum erlendis og leikstjórinn viðurkennir að honum lítist sérstaklega vel á eitt en vildi ekki gefa upp hvað og hvaðan það væri. En leikstjórinn liggur alls ekki með tærnar upp í loft og íhugar gylliboð frá útlöndum. Baltasar var ekki fyrr lentur eftir sigurförina til Tékklands en hann var kominn út í Flatey ásamt leikmyndasmiðum við að undirbúa gamanmyndina Brúðguminn. „Maður verður að nýta tímann á meðan það er svona gott veður,“ sagði Baltasar. Og þá er einnig í farvatninu að leika í kvikmynd Óskars Jónasonar sem hefur verið þekkt undir nafninu S.O.S en hefur nú verið gefið nafnið Reykjavík Rotterdam.
Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira