Fatahönnuðarins fræga, Gianni Versaces, var minnst í Mílanó á sunnudag.
vinir og vandamenn Ofurfyrirsætan Naomi Campbell kom til kvöldverðarins í fylgd Santos Versace, bróður fatahönnuðarins.Vinir og aðdáendur Giannis flykktust í óperuhúsið La Scala til að horfa á ballett til heiðurs hönnuðinum.
Eftir sýninguna buðu systkini Giannis, Donatella og Santo Versace, 500 vinum hans til kvöldverðar í Palazzo Reale.
frægur félagsskapur Claudia Schiffer með leikaranum Rupert Everett.Á sunnudag voru tíu ár frá því að Versace var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Miami.