Valgeir orðaður við Mercury-verðlaunin 18. júlí 2007 02:00 Platan We Can Create með tónlistarmanninum Maps, hefur verið tilnefnd til hinna virtu bresku Mercury-verðlauna. Valgeir Sigurðsson tónlistarmaður og upptökustjóri stýrði upptökum á plötunni We Can Create með tónlistarmanninum Maps en hún hefur verið tilnefnd til hinna virtu Mercury-tónlistarverðlauna. Alls eru tólf plötur tilnefndar en þarna er einnig að finna Arctic Monkeys, Amy Winehouse, Dizzie Rascal, Klaxons og fleiri en Valgeir hefur meðal annars unnið með Björk, Coco Rosie, Nico Muhly og Múm. „Þetta er frábært að heyra,“ segir Valgeir sem hafði ekki heyrt af tilnefningunni er Fréttablaðið hafði samband við hann. „Við lögðum heilmikla vinnu í þetta verkefni en platan var að mestu leyti unnin síðasta sumar. Síðan var platan hljóðblönduð af Ken Thomas en þetta eru mjög sterk og spennandi lög og ég var mjög ánægður með útkomuna. Það er tiltölulega langt síðan ég lauk minni vinnslu við plötuna enda kom hún út í apríl og gaman að sjá að hún sé að fá athygli,“ sagði Valgeir en sjálfur mun hann gefa út sína fyrstu plötu 9. ágúst. „Ég kláraði hana í vor en þetta er fyrsta sólóplatan mín og hún er gefin út af mínu eigin útgáfufyrirtæki,“ segir Valgeir en platan heitir hinu stóra nafni Ekvílibríum. Þegar hann er beðinn um að lýsa tónlistinni segir hann: „Þetta er einhvers konar blanda af akústískum og elektrónískum tónum og flest lögin eru instrúmental. Þó eru fjögur sem sungin eru af gestasöngvurum en það eru þeir Will Oldham eða „Bonnie Prince Billie“, Don MCarthy og Ástralinn J. Walker sem syngja inn á plötuna fyrir mig.“ Mest lesið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Lífið samstarf Fleiri fréttir Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Valgeir Sigurðsson tónlistarmaður og upptökustjóri stýrði upptökum á plötunni We Can Create með tónlistarmanninum Maps en hún hefur verið tilnefnd til hinna virtu Mercury-tónlistarverðlauna. Alls eru tólf plötur tilnefndar en þarna er einnig að finna Arctic Monkeys, Amy Winehouse, Dizzie Rascal, Klaxons og fleiri en Valgeir hefur meðal annars unnið með Björk, Coco Rosie, Nico Muhly og Múm. „Þetta er frábært að heyra,“ segir Valgeir sem hafði ekki heyrt af tilnefningunni er Fréttablaðið hafði samband við hann. „Við lögðum heilmikla vinnu í þetta verkefni en platan var að mestu leyti unnin síðasta sumar. Síðan var platan hljóðblönduð af Ken Thomas en þetta eru mjög sterk og spennandi lög og ég var mjög ánægður með útkomuna. Það er tiltölulega langt síðan ég lauk minni vinnslu við plötuna enda kom hún út í apríl og gaman að sjá að hún sé að fá athygli,“ sagði Valgeir en sjálfur mun hann gefa út sína fyrstu plötu 9. ágúst. „Ég kláraði hana í vor en þetta er fyrsta sólóplatan mín og hún er gefin út af mínu eigin útgáfufyrirtæki,“ segir Valgeir en platan heitir hinu stóra nafni Ekvílibríum. Þegar hann er beðinn um að lýsa tónlistinni segir hann: „Þetta er einhvers konar blanda af akústískum og elektrónískum tónum og flest lögin eru instrúmental. Þó eru fjögur sem sungin eru af gestasöngvurum en það eru þeir Will Oldham eða „Bonnie Prince Billie“, Don MCarthy og Ástralinn J. Walker sem syngja inn á plötuna fyrir mig.“
Mest lesið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Lífið samstarf Fleiri fréttir Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira