Bíó og sjónvarp

Cruise tekur upp í Þýskalandi

Tom Cruise við tökur á nýjustu mynd sinni, Valkyrie.
Tom Cruise við tökur á nýjustu mynd sinni, Valkyrie. nordicphotos/afp

Tökur eru hafnar í Þýskalandi á nýjustu kvikmynd Tom Cruise, Valkyrie, þrátt fyrir að framleiðendunum hafi verið meinaður aðgangur að fyrirhuguðum tökustað í Berlín.



Í myndinni fer Cruise með hlutverk Claus von Stauffenberg sem var tekinn af lífi fyrir tilraun sína til að myrða Adolf Hitler. Orðrómur hefur verið uppi um að Cruise og félögum hafi verið meinaður aðgangur að tökustaðnum vegna aðildar leikarans að Vísindakirkjunni, sem þykir ekki vinsæl á meðal Þjóðverja. Hafa framleiðendur myndarinnar vísað þeim orðrómi til föðurhúsanna og segja ekkert hæft í honum.



Nafn myndarinnar, Valkyrie, er vísun í dulnefni áætlunarinnar sem gerð var um að ráða Hitler af dögum. Leikstjóri myndarinnar er Bryan Singer og auk Crusie fer Kenneth Branagh með stórt hlutverk í henni. „Það hefði aldrei gengið að taka myndina upp annars staðar en í Þýskalandi,“ sagði Singer. „Ég er mjög ánægður með að við fengum Tom Cruise til að leika Stauffenberg.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×