Tónlist

Reykholtshátíð er hafin

Steinunn Birna hefur stjórnað Reykholtshátíð frá upphafi, en hún er nú haldin í ellefta sinn.fréttablaðið/heiða
Steinunn Birna hefur stjórnað Reykholtshátíð frá upphafi, en hún er nú haldin í ellefta sinn.fréttablaðið/heiða

Alþjóðleg tónlistarhátíð í Reykholti var í gær sett í ellefta sinn. Karlakór Basil dómkirkjunnar í Moskvu opnar hátíðina í kvöld, með tónleikum sínum klukkan 20. Kórinn syngur aftur á morgun á sama tíma. Hann vakti mikla hrifningu áheyrenda á Listahátíð í Reykjavík árið 2004 og er nú aftur kominn til landsins.



Alls munu 49 flytjendur frá sex löndum koma fram á Reykholtshátíð dagana 26. – 29. júlí, en þeir hafa aldrei verið fleiri. St. Cristopher hljómsveitin frá Vilnius í Litháen kemur fram á laugardagskvöldið og á sunnudag, undir stjórn Donatas Katkus. Hummel Ensemble frá Frakklandi kemur fram á sunnudagskvöldið. Þá koma Hanna Dóra Sturludóttir, sópran og Lothar Odinius, tenór fram á tónleikum á laugardag, ásamt píanóleikaranum Steinunni Birnu Ragnarsdóttur. Steinunn Birna er stofnandi hátíðarinnar, sem hefur verið á hennar vegum frá upphafi.

Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.reykholtshatid.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×