Meira en bara eitthvert krútt Steinþór Helgi Arnsteinsson skrifar 4. ágúst 2007 09:00 Þó að tónlist Sigur Rósar og annarra krútthljómsveita sé barnsleg, einlæg og falleg býr á bak við hana ákveðin hugsjón og sköpunarkraftur sem ekki er rétt að tengja við eitthvað sem er eingöngu lítið og sætt, líkt og nýfætt barn. fréttablaðið/anton Flestir Íslendingar ættu að kannast við fyrirbærið krútt sem hefur tröllriðið íslensku tónlistarlífi í hartnær áratug. Allir virðast vita hvað er verið að ræða um þegar krútt ber á góma en þegar kemur að því að útskýra hugtakið nánar standa margir á gati. Tónlistarmönnunum sjálfum er líka í nöp við orðið enda oft notað í háði. Steinþór Helgi Arnsteinsson grófst nánar fyrir um þetta þekkta fyrirbæri, sem virðist orðið jafn íslenskt og íslenska kindin. Hugtakið krútt birtist fyrst í grein Ragnars Péturssonar í Mannlífi haustið 2002. Nafnið sjálft er þó komið frá ritstjóra Mannlífs á þeim tíma, Gerði Kristnýju. Gerður segir að þarna hafi einfaldlega komið fram á sjónarsviðið hópur listamanna sem var krúttlegur. Minnist hún sérstaklega þess að önnur tvíburasystirin úr múm hafi eitt sinn svarað því í viðtali að uppáhaldsmaturinn hennar væri súkkulaðikaka og mjólk. „Opinberlega birtist þetta fólk manni eins og það æti ennþá sand,” útskýrir Gerður Kristný. Hún bætir einnig við að þrátt fyrir þetta finnist henni tónlistin algjörlega frábær og hafi lítið með smábarn á róló að gera. Þarna kemur Gerður inn á mikilvægt atriði. Krútt er ekki hugtak sem nær eingöngu yfir einhverja ákveðna og sértæka tónlistarstefnu heldur meira hugtak um ákveðinn hóp af fólki sem á margt sameiginlegt.Í eftirmála bókarinnar Eru ekki allir í stuði? veltir Dr. Gunni einmitt fyrir sér nýrri tónlistarbylgju á Íslandi, þar sem fylgismenn Sigur Rósar, klæddir úlpum og húfum, ráði för. Hugtakið krútt var þá reyndar ekki komið fram en Dr. Gunni segist oft nota orðið til þess að kynna tónlist og segist hann aldrei nota það á neikvæðan hátt þó honum finnst orðið að vissu leyti óheppilegt. Sjálfur segir hann tónlistina vera „notalega og að mestu testósterónlausa“.Svipað og grungeÞorkell Máni Pétursson, útvarpsmaður á X-inu 977, hefur líkt og Dr. Gunni oft notað orðið krútt til þess að lýsa tónlist sem hann kynnir. Máni segir það fara eftir aðstæðum hvort hann noti orðið krútt sem níðyrði eða á góðan hátt, að það fari eftir tónlistinni og ekki síst aðdáendunum. Í þessu samhengi vitnar hann í Sigurjón Kjartanson. „Hann lýsti þessu einu sinni vel. Þegar Sigur Rós var að spila á Klambratúni og það kom eitthvert par með baunapottrétt og var að borða þarna. Ég meina, hvað rugl er það? Þetta er bara vitleysa. Hversu langt er upp á Klambratún að maður þurfi að mæta með pott og mat með sér?“ Máni segir jafnframt að tónlistin sem slík sé ekki krútt enda „er ekkert krúttlegt við músík,“ eins og hann orðar það sjálfur. Krútt sé einfaldlega samheiti yfir ákveðna týpu af fólki og tónlist þess. Ekki ósvipað og grunge.Haukur S. Magnússon, liðsmaður hljómsveitarinnar Reykjavík! og blaðamaður Reykjavík Grapevine, líkir einnig krúttinu við grunge. „Á sínum tíma vildi enginn flokka sig undir grunge. Það þorir enginn að viðurkenna að hann sé að spila inn í ákveðna senu. [...] Ég sem blaðamður veit að orð eru til þess fallin að láta fólk vita hvað maður meinar. Sem slíkt held ég að krútt virki mjög vel og fólk átti sig á hvað þú átt við. Þessi tónlist eða þessi hópur gæti samt heitið hvað sem er.“Í ágætri plötugagnrýni sem birtist í Blaðinu fyrr í mánuðinum um nýju plötu amiinu, Kurr, hikar gagnrýnandinn einmitt ekki við að nota orðið krútt og tengingar í kringum hugtakið. Dómurinn er frekar jákvæður en í lok dómsins segir samt orðrétt: „Öllu má þó ofgera og ekki er laust við að Amiina [sic] gangi á köflum of langt í krúttleikanum. Textar um lúpínur og sumar ruglur (hvað svo sem það þýðir) eru kannski í það krúttlegasta, svo ekki sé talað um Teletubbiesleg-hljóð sem heyra má í einstaka lagi.“Er ekki eitthvað lítið og sættMaría Huld Markan, einn meðlima amiinu, segir að það sé einmitt fjölmiðlafólk sem noti þetta orð til þess að skilgreina eitthvað. Þróunin hafi hins vegar orðið sú að hugtakið hafi fengið neikvæða merkingu, ekki endilega hjá fjölmiðlafólki, heldur almennt í þjóðfélaginu, hjá fólki sem skilji ekki tónlistina og hópinn sem tilheyri senunni. Hann klæði sig öðruvísi, fari ekki eftir settum reglum og tónlistin sé ekki þessi týpísku popplög. „Oft hef ég rekið mig á það að fólk segir við mig: „Já, þú ert af þessari krúttkynslóð og ert svona og hitt og lalala“ og „Æi þessi blessuðu krútt, þau eru nú svo sæt. Maður getur bara klappað þeim á hausinn,“ og það er hræðilegt því þá er fólk búið að grípa þetta á lofti og slengja þessu yfir allt það sem mjög víður hópir gerir og hvað þessi hópur stendur fyrir. Það er mjög mikið af listamönnum sem tilheyra þessum hópi sem hafa mjög mikið og merkilegt fram að færa og er ekkert endilega sætt og lítið. Þetta er fullorðið fólk sem virkilega meinar það sem það er að gera,“ útskýrir MaríaMaría segist ekki líka illa við flokkunina sem slíka heldur nafnið og hvernig það hafi verið notað á neikvæðan hátt. „Í rauninni er mér alveg sama en mér finnst mjög leiðinlegt ef það á að dæma heila kynslóð eða heilan hóp af fólki sem eitthvað svona lítið og sætt eingöngu fyrir tilstuðlan einnar skilgreiningar.“ María segir samt jafnframt að orðið sé búið að smitast til útlanda. Þar vita menn að sjálfsögðu ekki hvað orðið þýðir og þykir orðið nokkuð kúl og flott. Spurning hvort íslenska krutt-bylgjan fái á sig jafn goðsagnakenndan stimpil og þýska kraut-stefnan?Umhverfið ekki flúiðGoddur, prófessor við Listaháskóla Íslands, hefur haldið fyrirlestra um krútt sem hann telur að sé ekki bundið við Ísland. „Þetta er fólk sem er að gerjast upp úr aldamótunum og er að greina sig frá 90s-liði. Það er raunverulega í eðli sínu rómantískt, þar sem verið er að leita að innri sannindum, barninu í sjálfu sér, einhverju sem er göfugt og ekta.“ Goddur segir að þetta sé hópur sem sé alinn upp í hátæknisamfélagi þar sem fólk kunni að gera copy og paste en sé að uppgötva að hægt sé að klippa út og líma. Lágtækni sé því blandað við hátækni sem foreldrarnir héldu að þeim. „Orðið krútt er heldur ekki skapað af þeim sjálfum, heldur af kynslóð foreldra þeirra.“Eftir sem áður segir Goddur að ekki sé hægt að ráða stefnum sem þessum meðvitað. Fólk fæðist inn í ákveðið umhverfi og geti ekkert að því gert. Þeir sem skeri sig úr verði hins vegar á endanum dæmigerðastir. „Við verðum að hafa eitt í huga, að það eru tiltölulega fáir sem gera þetta, eins og var til dæmis í tilfelli hippanna og pönkaranna. Heil kynslóð er stimpluð út af fáu fólki því þessi fámenna stefna er síðan gerð að verslunarvöru, húsbúnaði, veggfóðri, kvikmyndum, músík og svo framvegis og verður einkenni ákveðins tímabils.“Þorgerður Ingólfsdóttir, kórstjóri Hamrahlíðarkórsins, en margir tengja einmitt krúttkynslóðina beint við Menntaskólann við Hamrahlíð, segir að löngunin til listsköpunar sé alltaf sú sama. Eingöngu umhverfi, tækifæri og möguleikar breytist. Henni líkar samt ekki vel við að orðið krútt sé notað til þess að lýsa þessum hópi enda tengi hún orðið frekar við ósnortið lítið barn, sem þekki ekki neina illsku og sé því líkast engli. Sjálf notar hún orð á borð teskeiðatónlist og gluggaopnarahljómsveitir.Post-krútt = PrúttNú hefur þessi svokallaða krúttkynslóð verið við lýði í um áratug en svo virðist sem ný kynslóð sé að ryðja sér til rúms. Í það minnsta er áberandi að í íslensku tónlistarlífi eru komnar fram á sjónarsviðið margar hljómsveitir sem bera með sér áberandi meiri léttleika, stuð og fleiri liti en sveitir í hinni margnefndu krúttkynslóð. Má í því samhengi minnast á sveitina Undanfarið hafa nokkrar sveitir verið nefndar sem nýjar krútt-hljómsveitir og þar á meðal Hjaltalín. En finnst þessum hljómsveitum þær vera krútt? „Mér finnst við ekki falla inn í skilgreininguna að vera krútt því fyrir mér er þetta hugtak að vissu leyti mjög ákveðinn hópur eða samfélag hljómsveita, til dæmis múm, Sigur Rós og Rúnk,“ svararGuðmundur Óskar Guðmundsson, bassaleikari Hjaltalín. Nýtt samfélag, ný kynslóð, virðist því þannig vera að ryðja sér til rúms en auk Hjaltalín má einnig nefna Sprengjuhöllina og Retro Stefson. Hljómsveitirnar eru vissulega frábrugðnar fyrri krútt-hljómsveitum en leita að ákveðnu leyti í hugmyndafræði þeirra. Hljómsveitirnar eru ekki að reyna að þóknast einhverjum öðrum, heldur gera tónlist sem er hreinskilin og án allrar markaðshyggju. Fyrirbærið krútt er langt því frá að hverfa úr íslensku samfélagi og ekki víst að það muni nokkurn tíman gera .Og þó hugtakið krútt sé að mörgu leyti rammgallað er ekki hægt að neita tilvist þess og það liggur alveg ljóst fyrir að hugtakið verður alltaf minnst í tónlistarsögu Íslendinga. Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Flestir Íslendingar ættu að kannast við fyrirbærið krútt sem hefur tröllriðið íslensku tónlistarlífi í hartnær áratug. Allir virðast vita hvað er verið að ræða um þegar krútt ber á góma en þegar kemur að því að útskýra hugtakið nánar standa margir á gati. Tónlistarmönnunum sjálfum er líka í nöp við orðið enda oft notað í háði. Steinþór Helgi Arnsteinsson grófst nánar fyrir um þetta þekkta fyrirbæri, sem virðist orðið jafn íslenskt og íslenska kindin. Hugtakið krútt birtist fyrst í grein Ragnars Péturssonar í Mannlífi haustið 2002. Nafnið sjálft er þó komið frá ritstjóra Mannlífs á þeim tíma, Gerði Kristnýju. Gerður segir að þarna hafi einfaldlega komið fram á sjónarsviðið hópur listamanna sem var krúttlegur. Minnist hún sérstaklega þess að önnur tvíburasystirin úr múm hafi eitt sinn svarað því í viðtali að uppáhaldsmaturinn hennar væri súkkulaðikaka og mjólk. „Opinberlega birtist þetta fólk manni eins og það æti ennþá sand,” útskýrir Gerður Kristný. Hún bætir einnig við að þrátt fyrir þetta finnist henni tónlistin algjörlega frábær og hafi lítið með smábarn á róló að gera. Þarna kemur Gerður inn á mikilvægt atriði. Krútt er ekki hugtak sem nær eingöngu yfir einhverja ákveðna og sértæka tónlistarstefnu heldur meira hugtak um ákveðinn hóp af fólki sem á margt sameiginlegt.Í eftirmála bókarinnar Eru ekki allir í stuði? veltir Dr. Gunni einmitt fyrir sér nýrri tónlistarbylgju á Íslandi, þar sem fylgismenn Sigur Rósar, klæddir úlpum og húfum, ráði för. Hugtakið krútt var þá reyndar ekki komið fram en Dr. Gunni segist oft nota orðið til þess að kynna tónlist og segist hann aldrei nota það á neikvæðan hátt þó honum finnst orðið að vissu leyti óheppilegt. Sjálfur segir hann tónlistina vera „notalega og að mestu testósterónlausa“.Svipað og grungeÞorkell Máni Pétursson, útvarpsmaður á X-inu 977, hefur líkt og Dr. Gunni oft notað orðið krútt til þess að lýsa tónlist sem hann kynnir. Máni segir það fara eftir aðstæðum hvort hann noti orðið krútt sem níðyrði eða á góðan hátt, að það fari eftir tónlistinni og ekki síst aðdáendunum. Í þessu samhengi vitnar hann í Sigurjón Kjartanson. „Hann lýsti þessu einu sinni vel. Þegar Sigur Rós var að spila á Klambratúni og það kom eitthvert par með baunapottrétt og var að borða þarna. Ég meina, hvað rugl er það? Þetta er bara vitleysa. Hversu langt er upp á Klambratún að maður þurfi að mæta með pott og mat með sér?“ Máni segir jafnframt að tónlistin sem slík sé ekki krútt enda „er ekkert krúttlegt við músík,“ eins og hann orðar það sjálfur. Krútt sé einfaldlega samheiti yfir ákveðna týpu af fólki og tónlist þess. Ekki ósvipað og grunge.Haukur S. Magnússon, liðsmaður hljómsveitarinnar Reykjavík! og blaðamaður Reykjavík Grapevine, líkir einnig krúttinu við grunge. „Á sínum tíma vildi enginn flokka sig undir grunge. Það þorir enginn að viðurkenna að hann sé að spila inn í ákveðna senu. [...] Ég sem blaðamður veit að orð eru til þess fallin að láta fólk vita hvað maður meinar. Sem slíkt held ég að krútt virki mjög vel og fólk átti sig á hvað þú átt við. Þessi tónlist eða þessi hópur gæti samt heitið hvað sem er.“Í ágætri plötugagnrýni sem birtist í Blaðinu fyrr í mánuðinum um nýju plötu amiinu, Kurr, hikar gagnrýnandinn einmitt ekki við að nota orðið krútt og tengingar í kringum hugtakið. Dómurinn er frekar jákvæður en í lok dómsins segir samt orðrétt: „Öllu má þó ofgera og ekki er laust við að Amiina [sic] gangi á köflum of langt í krúttleikanum. Textar um lúpínur og sumar ruglur (hvað svo sem það þýðir) eru kannski í það krúttlegasta, svo ekki sé talað um Teletubbiesleg-hljóð sem heyra má í einstaka lagi.“Er ekki eitthvað lítið og sættMaría Huld Markan, einn meðlima amiinu, segir að það sé einmitt fjölmiðlafólk sem noti þetta orð til þess að skilgreina eitthvað. Þróunin hafi hins vegar orðið sú að hugtakið hafi fengið neikvæða merkingu, ekki endilega hjá fjölmiðlafólki, heldur almennt í þjóðfélaginu, hjá fólki sem skilji ekki tónlistina og hópinn sem tilheyri senunni. Hann klæði sig öðruvísi, fari ekki eftir settum reglum og tónlistin sé ekki þessi týpísku popplög. „Oft hef ég rekið mig á það að fólk segir við mig: „Já, þú ert af þessari krúttkynslóð og ert svona og hitt og lalala“ og „Æi þessi blessuðu krútt, þau eru nú svo sæt. Maður getur bara klappað þeim á hausinn,“ og það er hræðilegt því þá er fólk búið að grípa þetta á lofti og slengja þessu yfir allt það sem mjög víður hópir gerir og hvað þessi hópur stendur fyrir. Það er mjög mikið af listamönnum sem tilheyra þessum hópi sem hafa mjög mikið og merkilegt fram að færa og er ekkert endilega sætt og lítið. Þetta er fullorðið fólk sem virkilega meinar það sem það er að gera,“ útskýrir MaríaMaría segist ekki líka illa við flokkunina sem slíka heldur nafnið og hvernig það hafi verið notað á neikvæðan hátt. „Í rauninni er mér alveg sama en mér finnst mjög leiðinlegt ef það á að dæma heila kynslóð eða heilan hóp af fólki sem eitthvað svona lítið og sætt eingöngu fyrir tilstuðlan einnar skilgreiningar.“ María segir samt jafnframt að orðið sé búið að smitast til útlanda. Þar vita menn að sjálfsögðu ekki hvað orðið þýðir og þykir orðið nokkuð kúl og flott. Spurning hvort íslenska krutt-bylgjan fái á sig jafn goðsagnakenndan stimpil og þýska kraut-stefnan?Umhverfið ekki flúiðGoddur, prófessor við Listaháskóla Íslands, hefur haldið fyrirlestra um krútt sem hann telur að sé ekki bundið við Ísland. „Þetta er fólk sem er að gerjast upp úr aldamótunum og er að greina sig frá 90s-liði. Það er raunverulega í eðli sínu rómantískt, þar sem verið er að leita að innri sannindum, barninu í sjálfu sér, einhverju sem er göfugt og ekta.“ Goddur segir að þetta sé hópur sem sé alinn upp í hátæknisamfélagi þar sem fólk kunni að gera copy og paste en sé að uppgötva að hægt sé að klippa út og líma. Lágtækni sé því blandað við hátækni sem foreldrarnir héldu að þeim. „Orðið krútt er heldur ekki skapað af þeim sjálfum, heldur af kynslóð foreldra þeirra.“Eftir sem áður segir Goddur að ekki sé hægt að ráða stefnum sem þessum meðvitað. Fólk fæðist inn í ákveðið umhverfi og geti ekkert að því gert. Þeir sem skeri sig úr verði hins vegar á endanum dæmigerðastir. „Við verðum að hafa eitt í huga, að það eru tiltölulega fáir sem gera þetta, eins og var til dæmis í tilfelli hippanna og pönkaranna. Heil kynslóð er stimpluð út af fáu fólki því þessi fámenna stefna er síðan gerð að verslunarvöru, húsbúnaði, veggfóðri, kvikmyndum, músík og svo framvegis og verður einkenni ákveðins tímabils.“Þorgerður Ingólfsdóttir, kórstjóri Hamrahlíðarkórsins, en margir tengja einmitt krúttkynslóðina beint við Menntaskólann við Hamrahlíð, segir að löngunin til listsköpunar sé alltaf sú sama. Eingöngu umhverfi, tækifæri og möguleikar breytist. Henni líkar samt ekki vel við að orðið krútt sé notað til þess að lýsa þessum hópi enda tengi hún orðið frekar við ósnortið lítið barn, sem þekki ekki neina illsku og sé því líkast engli. Sjálf notar hún orð á borð teskeiðatónlist og gluggaopnarahljómsveitir.Post-krútt = PrúttNú hefur þessi svokallaða krúttkynslóð verið við lýði í um áratug en svo virðist sem ný kynslóð sé að ryðja sér til rúms. Í það minnsta er áberandi að í íslensku tónlistarlífi eru komnar fram á sjónarsviðið margar hljómsveitir sem bera með sér áberandi meiri léttleika, stuð og fleiri liti en sveitir í hinni margnefndu krúttkynslóð. Má í því samhengi minnast á sveitina Undanfarið hafa nokkrar sveitir verið nefndar sem nýjar krútt-hljómsveitir og þar á meðal Hjaltalín. En finnst þessum hljómsveitum þær vera krútt? „Mér finnst við ekki falla inn í skilgreininguna að vera krútt því fyrir mér er þetta hugtak að vissu leyti mjög ákveðinn hópur eða samfélag hljómsveita, til dæmis múm, Sigur Rós og Rúnk,“ svararGuðmundur Óskar Guðmundsson, bassaleikari Hjaltalín. Nýtt samfélag, ný kynslóð, virðist því þannig vera að ryðja sér til rúms en auk Hjaltalín má einnig nefna Sprengjuhöllina og Retro Stefson. Hljómsveitirnar eru vissulega frábrugðnar fyrri krútt-hljómsveitum en leita að ákveðnu leyti í hugmyndafræði þeirra. Hljómsveitirnar eru ekki að reyna að þóknast einhverjum öðrum, heldur gera tónlist sem er hreinskilin og án allrar markaðshyggju. Fyrirbærið krútt er langt því frá að hverfa úr íslensku samfélagi og ekki víst að það muni nokkurn tíman gera .Og þó hugtakið krútt sé að mörgu leyti rammgallað er ekki hægt að neita tilvist þess og það liggur alveg ljóst fyrir að hugtakið verður alltaf minnst í tónlistarsögu Íslendinga.
Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira