Söng fyrir uppáhaldsliðið sitt 4. ágúst 2007 05:00 Óperusöngvarinn knái söng fyrir uppáhaldslið sitt, Manchester United. Óperusöngvarinn Garðar Thor Cortes hafði sérstaklega gaman af því að syngja fyrir vináttuleik Manchester United og Inter Milan á Old Trafford á dögunum vegna þess að hann hefur verið aðdáandi United síðan hann var lítill polli. Ómþýður söngur Garðars Thors dugði ekki til að tryggja United sigur í leiknum. Á meðal þeirra sem hlýddu á Garðar Thor hefja upp raust sína voru Wayne Rooney, Ryan Giggs og Ronaldo en það dugði ekki til því United tapaði leiknum, 3-2. Garðar segist ekki hafa fengið að hitta hetjurnar sínar fyrir leikinn, hvað sem síðar verði. „Þeir eru að vinna og ég er að vinna, þannig er það bara," segir Garðar, sem söng fyrir tæplega 75 þúsund manns. „Þetta var bara gaman. Ég söng Granada og Nessun Dorma og það voru allir voða hrifnir." Þetta var þriðji leikurinn á Englandi þar sem Garðar Thor þenur raddbönd sín því áður hafði hann sungið fyrir úrslitaleik fyrstudeildarliða um sæti í úrvalsdeildinni og á heimavelli West Ham. Fjórði leikurinn þar sem Garðar lætur ljós sitt skína verður á bikarúrslitaleik enska ruðningsins hinn 25. ágúst. Segja má að Garðar sé orðinn sérfræðingur í leikjum sem þessum en hann gefur þó lítið fyrir það. Hefur hann þó lúmskt gaman af því að stíga fæti á marga af frægustu völlum Englands. „Allir þessir vellir eru í rauninni skemmtilegir. Þetta er allt svo stórt miðað við heima." Auk úrslitaleiksins 25. ágúst er Garðar með margt á prjónunum, þar á meðal tónleikaferðalag um Bretland og heimsóknir í hina ýmsu sjónvarps- og útvarpsþætti. „Dagbókin er að fyllast, sem er gott. Ég er mjög heppinn með það." Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Óperusöngvarinn Garðar Thor Cortes hafði sérstaklega gaman af því að syngja fyrir vináttuleik Manchester United og Inter Milan á Old Trafford á dögunum vegna þess að hann hefur verið aðdáandi United síðan hann var lítill polli. Ómþýður söngur Garðars Thors dugði ekki til að tryggja United sigur í leiknum. Á meðal þeirra sem hlýddu á Garðar Thor hefja upp raust sína voru Wayne Rooney, Ryan Giggs og Ronaldo en það dugði ekki til því United tapaði leiknum, 3-2. Garðar segist ekki hafa fengið að hitta hetjurnar sínar fyrir leikinn, hvað sem síðar verði. „Þeir eru að vinna og ég er að vinna, þannig er það bara," segir Garðar, sem söng fyrir tæplega 75 þúsund manns. „Þetta var bara gaman. Ég söng Granada og Nessun Dorma og það voru allir voða hrifnir." Þetta var þriðji leikurinn á Englandi þar sem Garðar Thor þenur raddbönd sín því áður hafði hann sungið fyrir úrslitaleik fyrstudeildarliða um sæti í úrvalsdeildinni og á heimavelli West Ham. Fjórði leikurinn þar sem Garðar lætur ljós sitt skína verður á bikarúrslitaleik enska ruðningsins hinn 25. ágúst. Segja má að Garðar sé orðinn sérfræðingur í leikjum sem þessum en hann gefur þó lítið fyrir það. Hefur hann þó lúmskt gaman af því að stíga fæti á marga af frægustu völlum Englands. „Allir þessir vellir eru í rauninni skemmtilegir. Þetta er allt svo stórt miðað við heima." Auk úrslitaleiksins 25. ágúst er Garðar með margt á prjónunum, þar á meðal tónleikaferðalag um Bretland og heimsóknir í hina ýmsu sjónvarps- og útvarpsþætti. „Dagbókin er að fyllast, sem er gott. Ég er mjög heppinn með það."
Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira