Sumarkvöld í Hömrum 10. ágúst 2007 02:15 Herdís Anna og Sígríður Á sunnudagskvöld kl. 20 halda þær Herdís Anna Jónasdóttir sópran og Sigríður Ragnarsdóttir píanóleikari tónleika í Hömrum, og eru það sjöttu tónleikarnir í sumartónleikaröð Tónlistarfélags Ísafjarðar, Sumar í Hömrum. Á efnisskránni eru ljóðasöngvar eftir Grieg, Schumann, Schubert og Strauss, íslensk sönglög og óperuaríur. Herdís Anna Jónasdóttir stundaði tónlistarnám við Tónlistarskóla Ísafjarðar frá unga aldri, í píanóleik, fiðluleik og söng, en að loknu stúdentsprófi hélt hún til framhaldsnáms við Listaháskóla Íslands og lauk þaðan B.Mus. prófi vorið 2006. Hún stundar nú framhaldsnám í ljóða- og óperusöng í Berlín. Herdís tók þátt í uppfærslum Óperustúdíós Íslensku óperunnar meðfram náminu í LHÍ, og sl. vor söng hún hlutverk Romildu í óperunni Xerxes eftir Händel í uppfærslu Hanns Eisler-tónlistarháskólans í Berlín. Þessi unga listakona er nú snúin heim sumarlangt og gefur Ísfirðingum kost á að njóta listar sinnar. Sigríður Ragnarsdóttir er skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar þar sem hún kennir einnig á píanó. Sigríður hefur leikið með einsöngvurum og kórum og tekið þátt í flutningi kammertónlistar á Ísafirði um áratugaskeið auk þess sem hún hefur gegnt organistastörfum á Ísafirði og í Súðavík. Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Á sunnudagskvöld kl. 20 halda þær Herdís Anna Jónasdóttir sópran og Sigríður Ragnarsdóttir píanóleikari tónleika í Hömrum, og eru það sjöttu tónleikarnir í sumartónleikaröð Tónlistarfélags Ísafjarðar, Sumar í Hömrum. Á efnisskránni eru ljóðasöngvar eftir Grieg, Schumann, Schubert og Strauss, íslensk sönglög og óperuaríur. Herdís Anna Jónasdóttir stundaði tónlistarnám við Tónlistarskóla Ísafjarðar frá unga aldri, í píanóleik, fiðluleik og söng, en að loknu stúdentsprófi hélt hún til framhaldsnáms við Listaháskóla Íslands og lauk þaðan B.Mus. prófi vorið 2006. Hún stundar nú framhaldsnám í ljóða- og óperusöng í Berlín. Herdís tók þátt í uppfærslum Óperustúdíós Íslensku óperunnar meðfram náminu í LHÍ, og sl. vor söng hún hlutverk Romildu í óperunni Xerxes eftir Händel í uppfærslu Hanns Eisler-tónlistarháskólans í Berlín. Þessi unga listakona er nú snúin heim sumarlangt og gefur Ísfirðingum kost á að njóta listar sinnar. Sigríður Ragnarsdóttir er skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar þar sem hún kennir einnig á píanó. Sigríður hefur leikið með einsöngvurum og kórum og tekið þátt í flutningi kammertónlistar á Ísafirði um áratugaskeið auk þess sem hún hefur gegnt organistastörfum á Ísafirði og í Súðavík.
Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira