Gael García Bernal í sýningu Gísla 14. ágúst 2007 05:45 Gísli Örn Garðarsson segir sýningar Vesturports ytra hafi skilað sér í áhuga erlendra leikara á samstarfi við hópinn. MYND/Hörður Stórstjarnan Gael García Bernal er á meðal þeirra erlendu leikara sem leika í sviðsuppsetningu Gísla Arnar Garðarssonar á kvikmynd Lukas Moodysson, Tillsammans. Þýski leikarinn Daniel Brühl, sem var í aðalhlutverki í Good Bye Lenin!, mun einnig fara með hlutverk í uppsetningunni, ásamt spænsku leikkonunni Elenu Anaya og hinni frönsku Joanu Preiss. Að því er Fréttablaðið kemst næst hafa stórstjörnur á borð við García Bernal og Brühl aldrei áður stigið á svið í íslenskum leikuppsetningum. Gísli sagði sýningar Vesturports á erlendri grundu hafa skilað sér í áhuga leikaranna á samstarfi við hópinn, en Vesturport hefur gerst víðreist með leiksýningar á borð við Rómeó og Júlíu, Woyzcek og Hamskiptin. „Björn Hlynur lék með Gael í London, og þannig kynntist ég honum. Daniel og Nína voru svo Shooting Stars á sama tíma. Þeir hafa báðir séð sýningar sem ég hef leikstýrt. Við höfum talað um að gera eitthvað saman síðan," útskýrði Gísli, sem sagði hugmyndina um uppsetningu á hippasýningunni Tillsammans hafa höfðað til stórleikaranna tveggja. nordicphotos/getty „Gael kom að sjá Hamskiptin hjá okkur í London. Þegar ég sagði honum að ég væri að fara að gera leiksýningu úr Tillsammans fannst honum það með betri hugmyndum sem hann hafði heyrt í langan tíma og bað um að fá að vera með," sagði Gísli. „Þetta er svona ensemble-verk, og það er oft heillandi fyrir leikara að taka þátt í þannig sýningum. Það er alltaf verið að bjóða þessum strákum að leika Hamlet eða Macbeth á sviði, en mér sýnist þeir hafa meiri áhuga sýningu eins og þessari. Hún er unnin út frá ákveðnum grunni, en verður svo til í meðförum leikaranna," sagði hann. nordicphotos/Getty Gísli sagðist myndu nýta sér þá tungumálaörðugleika sem hljótast af svo fjölbreyttum leikhópi. „Á Íslandi verður þetta íslensk kommúna með nokkrum útlenskum meðlimum. Kannski munu einhverjir reyna að tala íslensku, við eigum eftir að finna út úr því," sagði hann. Leikhópurinn, sem státar einnig af Atla Rafni Sigurðarsyni, Rúnari Frey Gíslasyni, Nínu Dögg Filippusdóttur og Árna Pétri Guðjónssyni, hélt út á land í gær, þar sem vinnuvika er fyrir höndum. „Þar mun ég átta mig á hvernig ég vil að þetta leggist og hver leiki hvað," sagði Gísli. Hvar verkið verður sett upp skýrist á næstunni, en frumsýning er áætluð um áramót. Börkur Jónsson gerir leikmynd og Karl Olgeirsson sér um tónlist, sem verður veigamikill hluti sýningarinnar. Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Stórstjarnan Gael García Bernal er á meðal þeirra erlendu leikara sem leika í sviðsuppsetningu Gísla Arnar Garðarssonar á kvikmynd Lukas Moodysson, Tillsammans. Þýski leikarinn Daniel Brühl, sem var í aðalhlutverki í Good Bye Lenin!, mun einnig fara með hlutverk í uppsetningunni, ásamt spænsku leikkonunni Elenu Anaya og hinni frönsku Joanu Preiss. Að því er Fréttablaðið kemst næst hafa stórstjörnur á borð við García Bernal og Brühl aldrei áður stigið á svið í íslenskum leikuppsetningum. Gísli sagði sýningar Vesturports á erlendri grundu hafa skilað sér í áhuga leikaranna á samstarfi við hópinn, en Vesturport hefur gerst víðreist með leiksýningar á borð við Rómeó og Júlíu, Woyzcek og Hamskiptin. „Björn Hlynur lék með Gael í London, og þannig kynntist ég honum. Daniel og Nína voru svo Shooting Stars á sama tíma. Þeir hafa báðir séð sýningar sem ég hef leikstýrt. Við höfum talað um að gera eitthvað saman síðan," útskýrði Gísli, sem sagði hugmyndina um uppsetningu á hippasýningunni Tillsammans hafa höfðað til stórleikaranna tveggja. nordicphotos/getty „Gael kom að sjá Hamskiptin hjá okkur í London. Þegar ég sagði honum að ég væri að fara að gera leiksýningu úr Tillsammans fannst honum það með betri hugmyndum sem hann hafði heyrt í langan tíma og bað um að fá að vera með," sagði Gísli. „Þetta er svona ensemble-verk, og það er oft heillandi fyrir leikara að taka þátt í þannig sýningum. Það er alltaf verið að bjóða þessum strákum að leika Hamlet eða Macbeth á sviði, en mér sýnist þeir hafa meiri áhuga sýningu eins og þessari. Hún er unnin út frá ákveðnum grunni, en verður svo til í meðförum leikaranna," sagði hann. nordicphotos/Getty Gísli sagðist myndu nýta sér þá tungumálaörðugleika sem hljótast af svo fjölbreyttum leikhópi. „Á Íslandi verður þetta íslensk kommúna með nokkrum útlenskum meðlimum. Kannski munu einhverjir reyna að tala íslensku, við eigum eftir að finna út úr því," sagði hann. Leikhópurinn, sem státar einnig af Atla Rafni Sigurðarsyni, Rúnari Frey Gíslasyni, Nínu Dögg Filippusdóttur og Árna Pétri Guðjónssyni, hélt út á land í gær, þar sem vinnuvika er fyrir höndum. „Þar mun ég átta mig á hvernig ég vil að þetta leggist og hver leiki hvað," sagði Gísli. Hvar verkið verður sett upp skýrist á næstunni, en frumsýning er áætluð um áramót. Börkur Jónsson gerir leikmynd og Karl Olgeirsson sér um tónlist, sem verður veigamikill hluti sýningarinnar.
Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira