Krafturinn á Klais í kvöld 15. ágúst 2007 05:45 Þeir sem til þekkja segja að Klais-orgelið í Hallgrímskirkju sé Rolls í heimi kirkjuorgela. Svo mikið er víst að Kirkjulistahátíð lofar flugeldasýningu í kirkjuskipinu á Skólavörðuholti í kvöld þegar breski orgelleikarinn Christopher Herrick flytur glæsileg verk á gripinn. Á verkaskránni eru verk eftir Brahms, Farrington, Vierne, Buxtehude, Mozart og fleiri undir yfirskriftinni Orgelflugeldar. Þetta er í fimmta sinn sem Christopher Herrick kemur fram hér í Hallgrímskirkju og er það enn ein staðfestingin á því að alþjóðlegir organistar sækjast eftir að leika á Klais-orgelið í kirkjunni. Herrick hefur spilað inn á tíu diska í útgáfuröðinni „Organ Fireworks" þar sem hann leikur á þekkt orgel víðs vegar um heiminn og hafa þeir hlotið frábærar móttökur hjá gagnrýnendum, Einn þeirra, sá sjöundi, var tekinn upp í Hallgrímskirkju. Christopher Herrick hóf tónlistarferil sinn sem kórdrengur í St. Paul's dómkirkjunni í Lundúnum. Að loknu námi var honum boðin staða sem aðstoðarorganisti við sömu kirkju. Eftir að hafa starfað þar í sjö ár var hann í tíu ár aðstoðarorganisti við Westminster Abbey. Á þeim tíma hélt hann yfir tvö hundruð tónleika auk skyldustarfa sinna við kirkjuna. Frá 1984 hefur Christopher Herrick starfað sem konsertorgelleikari í tónleikasölum og kirkjum víðs vegar um Evrópu, Norður-Ameríku og í Eyjaálfu. Tónleikarnir í kvöld hefjast kl. 20. Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Þeir sem til þekkja segja að Klais-orgelið í Hallgrímskirkju sé Rolls í heimi kirkjuorgela. Svo mikið er víst að Kirkjulistahátíð lofar flugeldasýningu í kirkjuskipinu á Skólavörðuholti í kvöld þegar breski orgelleikarinn Christopher Herrick flytur glæsileg verk á gripinn. Á verkaskránni eru verk eftir Brahms, Farrington, Vierne, Buxtehude, Mozart og fleiri undir yfirskriftinni Orgelflugeldar. Þetta er í fimmta sinn sem Christopher Herrick kemur fram hér í Hallgrímskirkju og er það enn ein staðfestingin á því að alþjóðlegir organistar sækjast eftir að leika á Klais-orgelið í kirkjunni. Herrick hefur spilað inn á tíu diska í útgáfuröðinni „Organ Fireworks" þar sem hann leikur á þekkt orgel víðs vegar um heiminn og hafa þeir hlotið frábærar móttökur hjá gagnrýnendum, Einn þeirra, sá sjöundi, var tekinn upp í Hallgrímskirkju. Christopher Herrick hóf tónlistarferil sinn sem kórdrengur í St. Paul's dómkirkjunni í Lundúnum. Að loknu námi var honum boðin staða sem aðstoðarorganisti við sömu kirkju. Eftir að hafa starfað þar í sjö ár var hann í tíu ár aðstoðarorganisti við Westminster Abbey. Á þeim tíma hélt hann yfir tvö hundruð tónleika auk skyldustarfa sinna við kirkjuna. Frá 1984 hefur Christopher Herrick starfað sem konsertorgelleikari í tónleikasölum og kirkjum víðs vegar um Evrópu, Norður-Ameríku og í Eyjaálfu. Tónleikarnir í kvöld hefjast kl. 20.
Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira