Tónlist

Harma ritskoðun

Rokksveitin Pearl Jam skaut föstum skotum að forseta Bandaríkjanna.
Rokksveitin Pearl Jam skaut föstum skotum að forseta Bandaríkjanna.

Fjarskiptafyrirtækið AT&T harmar að hafa ritskoðað texta bandarísku rokksveitarinnar Pearl Jam þar sem skotið var föstum skotum að forseta Bandaríkjanna, George W. Bush.

Ritskoðunin átti sér stað í lagi sem sveitin söng á tónleikum á Lollapalooza-hátíðinni í Chicago sem voru sendir út beint á netinu.

Í laginu, Daughter söng Eddie Vedder hluta úr laginu Another Brick in the Wall með Pink Floyd en í stað upprunalega textans söng hann: „George Bush, leave this world alone“.

,„Okkur þykir það sem gerðist mjög leitt. Við hefðum ekki átt að ritskoða þennan texta,“ sagði talmaður AT&T, Michael Coe. Ætlar hann að biðja um leyfi til að setja óklippta útgáfu af laginu á heimasíðu fyrirtækisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×