Hönnunarnemar selja blóðbergsdrykk 18. ágúst 2007 05:30 Nemendur á þriðja ári hönnunardeildar Listaháskóla Íslands verða með aðsetur í Gallerí Sellerí á menningarnótt og verður þar mikið húllumhæ í gangi. Nemendur í vöruhönnun munu selja margrómaðan blóðbergsdrykk sem vakti mikla lukku á sýningu í Matarsetrinu í byrjun árs. „Við munum selja blóðbergsdrykkinn sem við Sindri Páll Sigurðsson gerðum í sérstökum matarhönnunarkúrsi síðasta vetur," segir Hafsteinn Júlíusson, nemandi í vöruhönnun. „Ætlunin er að blanda hátt í tólf hundruð drykki og við höfum fengið um fjögur hundruð lítra af gosi í styrk frá Ölgerðinni. Í þetta sinn notum við aðstöðuna í skólanum í eldamennskuna en síðast þurftum við að blanda þetta heima hjá mér og það var fáránlegt. Allt úti um allt. Drykkurinn er meðal annars samsettur af blóðbergstei, sódavatni og bláberjaþykkni sem við fáum frá Heilsuhúsinu," segir Hafsteinn en hann seldi drykkinn áður á sýningunni sem haldin var í lok matarkúrssins. „Þá vorum við með einhverjar hundrað flöskur sem seldust upp á tuttugu mínútum en sýningin stóð í fimm tíma svo við vorum ekki með neitt til sölu í rúma fjóra tíma. Þess vegna fannst okkur við verða að gera þetta aftur og hyggjumst selja drykkinn á fimm hundruð kall. Einnig verðum við með eins konar kebab-klaka á staðnum, frystan drykk sem við sköfum af og gefum fólki að smakka." Auk hins séríslenska blóðbergsdrykks verða aðrir nemendur skólans með boli og plaköt til sölu. „Það verða þarna einhverjir úr fatahönnun og grafískri hönnun að þrykkja á boli á staðnum. Við verðum svo öll með sýningu á verkum okkar í galleríinu og tónlistarmaðurinn Johnny Sexual leikur fyrir gesti. Það verður því mikið glens hjá okkur þarna í Gallerí Sellerí á menningarnótt frá klukkan tólf til átta og allir eru velkomnir." Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Nemendur á þriðja ári hönnunardeildar Listaháskóla Íslands verða með aðsetur í Gallerí Sellerí á menningarnótt og verður þar mikið húllumhæ í gangi. Nemendur í vöruhönnun munu selja margrómaðan blóðbergsdrykk sem vakti mikla lukku á sýningu í Matarsetrinu í byrjun árs. „Við munum selja blóðbergsdrykkinn sem við Sindri Páll Sigurðsson gerðum í sérstökum matarhönnunarkúrsi síðasta vetur," segir Hafsteinn Júlíusson, nemandi í vöruhönnun. „Ætlunin er að blanda hátt í tólf hundruð drykki og við höfum fengið um fjögur hundruð lítra af gosi í styrk frá Ölgerðinni. Í þetta sinn notum við aðstöðuna í skólanum í eldamennskuna en síðast þurftum við að blanda þetta heima hjá mér og það var fáránlegt. Allt úti um allt. Drykkurinn er meðal annars samsettur af blóðbergstei, sódavatni og bláberjaþykkni sem við fáum frá Heilsuhúsinu," segir Hafsteinn en hann seldi drykkinn áður á sýningunni sem haldin var í lok matarkúrssins. „Þá vorum við með einhverjar hundrað flöskur sem seldust upp á tuttugu mínútum en sýningin stóð í fimm tíma svo við vorum ekki með neitt til sölu í rúma fjóra tíma. Þess vegna fannst okkur við verða að gera þetta aftur og hyggjumst selja drykkinn á fimm hundruð kall. Einnig verðum við með eins konar kebab-klaka á staðnum, frystan drykk sem við sköfum af og gefum fólki að smakka." Auk hins séríslenska blóðbergsdrykks verða aðrir nemendur skólans með boli og plaköt til sölu. „Það verða þarna einhverjir úr fatahönnun og grafískri hönnun að þrykkja á boli á staðnum. Við verðum svo öll með sýningu á verkum okkar í galleríinu og tónlistarmaðurinn Johnny Sexual leikur fyrir gesti. Það verður því mikið glens hjá okkur þarna í Gallerí Sellerí á menningarnótt frá klukkan tólf til átta og allir eru velkomnir."
Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið