Rokkveisla og pylsuát á Dillon 18. ágúst 2007 03:30 Lights on the Highway er á meðal þeirra hljómsveita sem koma fram á tónleikum Reykjavík FM á Dillon. Útvarpsstöðin Reykjavík FM ætlar ekki að láta sitt eftir liggja í hátíðarhöldunum á menningarnótt og hefur ákveðið að blása til stórtónleika í bakgarði skemmtistaðarins Dillon á laugardag. „Við erum búnir að standa fyrir nokkrum grillveislum með „live" músík á Dillon í sumar og ætlum að klára þetta með stæl," segir Franz Gunnarsson, framkvæmdastjóri Reykjavík FM. Franz Gunnarsson lofar rokki og róli af bestu gerð. Tónleikarnir hefjast kl. 15 og standa yfir fram á kvöld en segja má að þeir séu í raun tvískiptir. Fram til kl. 18 munu ungar og upprennandi hljómsveitir fá að spreyta sig en frá kl. 19 munu stóru nöfnin stíga á sviðið í bakgarðinum og bjóða upp á „ókeypis rokk og ról af bestu gerð" eins og Franz orðar það. Jeff Who?, Lights on the highway og Mínus eru á meðal þeirra sveita sem stíga á stokk. Í millitíðinni fer síðan fram fyrsta Íslandsmótið í pylsuáti en undankeppnir hafa verið haldnar hjá útvarpsstöðinni út vikuna. Þeir sem sköruðu fram úr þar munu etja kappi á Dillon og reyna að torga sem flestum pylsum á 12 mínútum. „Það er vel við hæfi að þetta mót skuli fara fram á menningarnótt því pylsur skipa stóran menningarlegan sess á meðal þjóðarinnar," segir Franz. Þess má geta að heimsmetið í pylsuáti eru 66 pylsur á 12 mínútum. „Það er náttúrulega bara rugl en menn munu eflaust gera heiðarlega tilraun til að slá það met," segir Franz. Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Útvarpsstöðin Reykjavík FM ætlar ekki að láta sitt eftir liggja í hátíðarhöldunum á menningarnótt og hefur ákveðið að blása til stórtónleika í bakgarði skemmtistaðarins Dillon á laugardag. „Við erum búnir að standa fyrir nokkrum grillveislum með „live" músík á Dillon í sumar og ætlum að klára þetta með stæl," segir Franz Gunnarsson, framkvæmdastjóri Reykjavík FM. Franz Gunnarsson lofar rokki og róli af bestu gerð. Tónleikarnir hefjast kl. 15 og standa yfir fram á kvöld en segja má að þeir séu í raun tvískiptir. Fram til kl. 18 munu ungar og upprennandi hljómsveitir fá að spreyta sig en frá kl. 19 munu stóru nöfnin stíga á sviðið í bakgarðinum og bjóða upp á „ókeypis rokk og ról af bestu gerð" eins og Franz orðar það. Jeff Who?, Lights on the highway og Mínus eru á meðal þeirra sveita sem stíga á stokk. Í millitíðinni fer síðan fram fyrsta Íslandsmótið í pylsuáti en undankeppnir hafa verið haldnar hjá útvarpsstöðinni út vikuna. Þeir sem sköruðu fram úr þar munu etja kappi á Dillon og reyna að torga sem flestum pylsum á 12 mínútum. „Það er vel við hæfi að þetta mót skuli fara fram á menningarnótt því pylsur skipa stóran menningarlegan sess á meðal þjóðarinnar," segir Franz. Þess má geta að heimsmetið í pylsuáti eru 66 pylsur á 12 mínútum. „Það er náttúrulega bara rugl en menn munu eflaust gera heiðarlega tilraun til að slá það met," segir Franz.
Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira