Rithöfundar bíða átekta 19. ágúst 2007 09:00 Einar Kárason Miklar sviptingar urðu á útgáfumarkaði hér á landi á dögunum, þegar Edda-útgáfa seldi bókaútgáfuhluta sinn til Máls og menningar. Margir ástsælustu rithöfundar þjóðarinnar hafa verið á mála hjá Eddu. Fréttablaðið forvitnaðist um hvernig viðskiptin horfi við þeim. Ólafur Jóhann Ólafsson, einn farsælasti rithöfundur Íslendinga, sagðist ekki hafa mótað sér skýra afstöðu gagnvart breytingunum. „Ég held að menn hugsi ekki mikið um þetta fyrr en það líður að útgáfu hjá þeim. Ég ætla að sjá hvað verður úr þessu og hvernig þetta spilast allt út, það virðist ekki vera ljóst ennþá," sagði Ólafur. „Ég var að byrja á skáldsögu, svo það er dálítill tími í að ég gefi út. Ég þarf ekkert að stressa mig á þessari ákvörðun," bætti hann við. Ólafur Jóhann Ólafsson Ólafur sagði nöfn útgáfufyrirtækja þar að auki skipta litlu máli. „Ég held að höfundar vinni allir með fólki, ekki fyrirtækjum, þannig að þetta fer allt eftir því hverjir verða þarna innanborðs," sagði hann. Einar Már Guðmundsson Einar Már Guðmundsson var á sama máli. „Ég held að samband útgefanda og höfunda byggist á gagnkvæmu trausti, og það er fólkið innan forlagsins sem skiptir máli," sagði hann. Einar Már var ekki kominn svo langt að íhuga vistaskipti. „Nei, nei, nei. Ég veit ekki til þess að menn séu að hlaupa burt þó á móti blási, en ég veit ekki heldur hvort það blási nokkuð. Það þarf mikla bresti í þetta hjónband til að slíkt komi til tals," sagði hann. Hallgrímur Helgason Hallgrímur Helgason kvaðst mundu bíða átekta og fylgjast með breytingum. „Ég er alltaf opinn fyrir breytingum, en maður er svolítið að bíða og sjá til," sagði hann. Hallgrímur sagði samstarf sitt við Mál og menningu, og síðar Eddu, hafa verið farsælt. „Maður fer ekki að slíta því svo glatt," sagði Hallgrímur, sem kvaðst þó ekki útiloka það með öllu að hann myndi flytja sig um set. „Það gæti komið til greina, en ég hef ekki hugsað svo langt," sagði hann. Einar Kárason var harla ánægður með skiptin, sérstaklega nafnsins vegna. „Eddu-nafnið verður ekki lengur á útgáfunni, heldur Mál og menning. Mér finnst það miklu betra nafn," sagði hann. Fyrsta bók Einars kom út hjá Máli og menningu 1981, og hann segist hafa verið Máls og menningar maður síðan. Hann reiknaði því ekki með því að flytja sig um set. „Ég er að vísu alltaf opinn fyrir nýju samstarfi. JPV gaf til dæmis út bókina Úti að aka, eftir mig og Ólaf Gunnarsson, í fyrra," benti hann á, „en ég vonast til að eiga fínt samstarf við Mál og menningarmenn áfram," sagði hann. Arnaldur Indriðason vildi ekki tjá sig um málið. Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Lífið Fleiri fréttir Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Sjá meira
Miklar sviptingar urðu á útgáfumarkaði hér á landi á dögunum, þegar Edda-útgáfa seldi bókaútgáfuhluta sinn til Máls og menningar. Margir ástsælustu rithöfundar þjóðarinnar hafa verið á mála hjá Eddu. Fréttablaðið forvitnaðist um hvernig viðskiptin horfi við þeim. Ólafur Jóhann Ólafsson, einn farsælasti rithöfundur Íslendinga, sagðist ekki hafa mótað sér skýra afstöðu gagnvart breytingunum. „Ég held að menn hugsi ekki mikið um þetta fyrr en það líður að útgáfu hjá þeim. Ég ætla að sjá hvað verður úr þessu og hvernig þetta spilast allt út, það virðist ekki vera ljóst ennþá," sagði Ólafur. „Ég var að byrja á skáldsögu, svo það er dálítill tími í að ég gefi út. Ég þarf ekkert að stressa mig á þessari ákvörðun," bætti hann við. Ólafur Jóhann Ólafsson Ólafur sagði nöfn útgáfufyrirtækja þar að auki skipta litlu máli. „Ég held að höfundar vinni allir með fólki, ekki fyrirtækjum, þannig að þetta fer allt eftir því hverjir verða þarna innanborðs," sagði hann. Einar Már Guðmundsson Einar Már Guðmundsson var á sama máli. „Ég held að samband útgefanda og höfunda byggist á gagnkvæmu trausti, og það er fólkið innan forlagsins sem skiptir máli," sagði hann. Einar Már var ekki kominn svo langt að íhuga vistaskipti. „Nei, nei, nei. Ég veit ekki til þess að menn séu að hlaupa burt þó á móti blási, en ég veit ekki heldur hvort það blási nokkuð. Það þarf mikla bresti í þetta hjónband til að slíkt komi til tals," sagði hann. Hallgrímur Helgason Hallgrímur Helgason kvaðst mundu bíða átekta og fylgjast með breytingum. „Ég er alltaf opinn fyrir breytingum, en maður er svolítið að bíða og sjá til," sagði hann. Hallgrímur sagði samstarf sitt við Mál og menningu, og síðar Eddu, hafa verið farsælt. „Maður fer ekki að slíta því svo glatt," sagði Hallgrímur, sem kvaðst þó ekki útiloka það með öllu að hann myndi flytja sig um set. „Það gæti komið til greina, en ég hef ekki hugsað svo langt," sagði hann. Einar Kárason var harla ánægður með skiptin, sérstaklega nafnsins vegna. „Eddu-nafnið verður ekki lengur á útgáfunni, heldur Mál og menning. Mér finnst það miklu betra nafn," sagði hann. Fyrsta bók Einars kom út hjá Máli og menningu 1981, og hann segist hafa verið Máls og menningar maður síðan. Hann reiknaði því ekki með því að flytja sig um set. „Ég er að vísu alltaf opinn fyrir nýju samstarfi. JPV gaf til dæmis út bókina Úti að aka, eftir mig og Ólaf Gunnarsson, í fyrra," benti hann á, „en ég vonast til að eiga fínt samstarf við Mál og menningarmenn áfram," sagði hann. Arnaldur Indriðason vildi ekki tjá sig um málið.
Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Lífið Fleiri fréttir Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Sjá meira