Leikgerðin að verða til 20. ágúst 2007 07:30 Gael García Bernal Gísli Örn Garðarsson segir leikgerð sína eftir Tillsammans óðum vera að skýrast. Leikhópurinn og aðrir sem að uppsetningunni koma dvöldust úti á landi í síðustu viku, við æfingar og annað samspil. Gísli segir dvölina hafa borið mikinn árangur. „Þetta hafa verið langir vinnudagar, en það er líka kosturinn við að fara út úr bænum," sagði hann. „Það eru allir saman allan tímann. Þetta er svo góður vinnufriður. Við unnum til tíu á kvöldin, elduðum kvöldmat og borðuðum seint," bætti hann við. Gísli Örn og Börkur Jónsson Leikgerð Gísla eftir kvikmynd sænska leikstjórans Lukas Moodyson er óðum að verða til, en leikararnir með veigamikil hlutverk í sjálfri tilurð hennar. „Þetta er allt að verða til í meðförum þeirra, enda eru þetta svo góðir leikarar," sagði Gísli, en eins og Fréttablaðið greindi frá er stórstjarnan Gael García Bernal einn leikara í uppsetningunni. Þýski leikarinn Daniel Brühl, sem var í aðalhlutverki í Good Bye Lenin!, tekur einnig þátt í leiknum, ásamt spænsku leikkonunni Elenu Anaya og hinni frönsku Joanu Preiss. Íslenskir leikarar eru þau Atli Rafn Sigurðarson, Rúnar Freyr Gíslason, Nína Dögg Filippusdóttir og Árni Pétur Guðjónsson. Rúnar Freyr, Nína Dögg, Atli Rafn og Gael Gísli hefur enn ekki neglt niður fasta hlutverkaskipan, en hún verður ekki með sama hætti í kvikmyndinni. „Myndin er frábær og stendur fyrir sínu. Það er gaman að nota hana bara sem grunn til að búa til sýningu sem virkar í leikhúsi, en er engin kópía af henni," sagði Gísli. „Það sem er intressant er samspil á milli persóna. Við notum karakterana í kvikmyndinni sem grunn og vinnum út frá honum. Við munum búa til ný sambönd, svona gegnum okkar „take" á hippatímabilið, og koma með okkar sjónarmið inn í það," bætti hann við. Þau sjónarmið gætu verið dálítið ólík, því leikarar í uppsetningunni koma frá fimm mismunandi löndum. Gísli segir upplifun þeirra af hippatímabilinu þó vera nokkuð svipaða. „Við erum flest börn hippakynslóðarinnar og þetta var svipað á mörgum stöðum. Að vísu er mismunandi hverju menn voru að berjast fyrir. Á Spáni var Franco, svo það var erfitt að vera þar. Á Íslandi var enginn einræðisherra, sem er í grunninn dálítið mikið öðruvísi," sagði Gísli. „En á móti kemur að hér er kaldara," bætti hann svo glettinn við. Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Gísli Örn Garðarsson segir leikgerð sína eftir Tillsammans óðum vera að skýrast. Leikhópurinn og aðrir sem að uppsetningunni koma dvöldust úti á landi í síðustu viku, við æfingar og annað samspil. Gísli segir dvölina hafa borið mikinn árangur. „Þetta hafa verið langir vinnudagar, en það er líka kosturinn við að fara út úr bænum," sagði hann. „Það eru allir saman allan tímann. Þetta er svo góður vinnufriður. Við unnum til tíu á kvöldin, elduðum kvöldmat og borðuðum seint," bætti hann við. Gísli Örn og Börkur Jónsson Leikgerð Gísla eftir kvikmynd sænska leikstjórans Lukas Moodyson er óðum að verða til, en leikararnir með veigamikil hlutverk í sjálfri tilurð hennar. „Þetta er allt að verða til í meðförum þeirra, enda eru þetta svo góðir leikarar," sagði Gísli, en eins og Fréttablaðið greindi frá er stórstjarnan Gael García Bernal einn leikara í uppsetningunni. Þýski leikarinn Daniel Brühl, sem var í aðalhlutverki í Good Bye Lenin!, tekur einnig þátt í leiknum, ásamt spænsku leikkonunni Elenu Anaya og hinni frönsku Joanu Preiss. Íslenskir leikarar eru þau Atli Rafn Sigurðarson, Rúnar Freyr Gíslason, Nína Dögg Filippusdóttir og Árni Pétur Guðjónsson. Rúnar Freyr, Nína Dögg, Atli Rafn og Gael Gísli hefur enn ekki neglt niður fasta hlutverkaskipan, en hún verður ekki með sama hætti í kvikmyndinni. „Myndin er frábær og stendur fyrir sínu. Það er gaman að nota hana bara sem grunn til að búa til sýningu sem virkar í leikhúsi, en er engin kópía af henni," sagði Gísli. „Það sem er intressant er samspil á milli persóna. Við notum karakterana í kvikmyndinni sem grunn og vinnum út frá honum. Við munum búa til ný sambönd, svona gegnum okkar „take" á hippatímabilið, og koma með okkar sjónarmið inn í það," bætti hann við. Þau sjónarmið gætu verið dálítið ólík, því leikarar í uppsetningunni koma frá fimm mismunandi löndum. Gísli segir upplifun þeirra af hippatímabilinu þó vera nokkuð svipaða. „Við erum flest börn hippakynslóðarinnar og þetta var svipað á mörgum stöðum. Að vísu er mismunandi hverju menn voru að berjast fyrir. Á Spáni var Franco, svo það var erfitt að vera þar. Á Íslandi var enginn einræðisherra, sem er í grunninn dálítið mikið öðruvísi," sagði Gísli. „En á móti kemur að hér er kaldara," bætti hann svo glettinn við.
Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira