Kynlíf fyrir opnum tjöldum 20. ágúst 2007 05:30 John Cameron Mitchell leikstjóri myndarinnar Shortbus sem sýnir leikara hafa samfarir. „Kynlíf hefur svo mikla möguleika sem tjáningarform sem hafa alls ekki verið nýttir að neinu viti í alvarlegum kvikmyndum,“ segir John Cameron Mitchell leikstjóri myndarinnar Shortbus sem er sýnd hér á Bíódögum Græna ljóssins. Í myndinni eru mörg opinská kynlífsatriði, en leikarar hennar stunduðu raunverulegt kynlíf fyrir framan myndavélarnar. Shortbus hefur bæði verið hampað sem brautryðjendaverki sem ljái kynlífi þann stall sem það á skilið eða úthrópuð sem klámmynd í felubúningi. „Ég sé myndina sem valkost við klám. Kynlífið í klámi er svo þurrt og óspennandi. Það vantar allan húmor og tilfinningar. Alvöru kynlíf er ekkert líkt klámi.“ Mitchell tekur samt skýrt fram að myndin sé alls ekki klámmynd og að allir sem sjái hana geti ekki litið á hana sem slíka. Shortbus fjallar um fólk, gagn- og samkynhneigt sem allt á við einhvers konar kynlífsvandamál að stríða. Þungamiðja myndarinnar er einkaklúbburinn Shortbus þar sem fólk kemur til að losa um hömlur og fá lausn vandamála sinna. „Kynlíf skiptir svo miklu máli, sama hvort við viðurkennum það eða ekki. Við stundum öll kynlíf. Það sem fólk gerir í kynlífi segir líka svo mikið um það.“ Mitchell hefur miklar áhyggjur af því að unglingar í dag fái allar sínar upplýsingar um kynlíf úr klámi. „Í klámi er kynlíf bara ómerkileg söluvara, húmor- og sálarlaust og kalt. Krakkar fá svo miklar ranghugmyndir um kynlíf þar. Kynlíf snýst miklu meira um tilfinningar en bara einhverja líkamlega losun.“ Mitchell endar á því að segja að hann vilji að helst allir sjái myndina hans og ef unglingar komist ekki á hana í bíó vill hann frekar að þeir hlaði henni niður af netinu en missi af að sjá hana. Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Kynlíf hefur svo mikla möguleika sem tjáningarform sem hafa alls ekki verið nýttir að neinu viti í alvarlegum kvikmyndum,“ segir John Cameron Mitchell leikstjóri myndarinnar Shortbus sem er sýnd hér á Bíódögum Græna ljóssins. Í myndinni eru mörg opinská kynlífsatriði, en leikarar hennar stunduðu raunverulegt kynlíf fyrir framan myndavélarnar. Shortbus hefur bæði verið hampað sem brautryðjendaverki sem ljái kynlífi þann stall sem það á skilið eða úthrópuð sem klámmynd í felubúningi. „Ég sé myndina sem valkost við klám. Kynlífið í klámi er svo þurrt og óspennandi. Það vantar allan húmor og tilfinningar. Alvöru kynlíf er ekkert líkt klámi.“ Mitchell tekur samt skýrt fram að myndin sé alls ekki klámmynd og að allir sem sjái hana geti ekki litið á hana sem slíka. Shortbus fjallar um fólk, gagn- og samkynhneigt sem allt á við einhvers konar kynlífsvandamál að stríða. Þungamiðja myndarinnar er einkaklúbburinn Shortbus þar sem fólk kemur til að losa um hömlur og fá lausn vandamála sinna. „Kynlíf skiptir svo miklu máli, sama hvort við viðurkennum það eða ekki. Við stundum öll kynlíf. Það sem fólk gerir í kynlífi segir líka svo mikið um það.“ Mitchell hefur miklar áhyggjur af því að unglingar í dag fái allar sínar upplýsingar um kynlíf úr klámi. „Í klámi er kynlíf bara ómerkileg söluvara, húmor- og sálarlaust og kalt. Krakkar fá svo miklar ranghugmyndir um kynlíf þar. Kynlíf snýst miklu meira um tilfinningar en bara einhverja líkamlega losun.“ Mitchell endar á því að segja að hann vilji að helst allir sjái myndina hans og ef unglingar komist ekki á hana í bíó vill hann frekar að þeir hlaði henni niður af netinu en missi af að sjá hana.
Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira