Ágúst gerir draugamynd á Grettisgötu 20. ágúst 2007 06:00 Ágúst hyggst láta söguna gerast í nútímanum og þá væntanlega á Grettisgötunni þar sem hann býr sjálfur. „Þetta er bara kvikmynd sem ég ætla að gera og kemst vonandi á koppinn snemma á næsta ári,“ segir Ágúst Guðmundsson, kvikmyndaleikstjórinn góðkunni, en hann leggur nú lokahönd á handrit sem heitir Ófeigur gengur aftur. Ágúst fékk nýlega handritastyrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands en síðasta mynd hans, Í takt við tímann, með hinum einu sönnu Stuðmönnum, var framlag Íslendinga í forvalið fyrir Óskarsverðlaunin árið 2005. Ágúst segir að þetta sé ef til vill ekki draugamynd í þeirri merkingu að þeir leiki aðalhlutverkið en vissulega komi framliðnar persónur við sögu. Leikstjórinn segist hafa gengið með þessa hugmynd í maganum undanfarin fimmtán ár og er kampakátur yfir því að hún virðist nú loks ætla að verða að veruleika. „Það var ekki fyrr en ég fluttist á Grettisgötuna að mér fannst ég vera kominn í rétta umhverfið fyrir söguna og leið eins og að hérna gæti myndin gerst,“ útskýrir Ágúst. Ágúst segist hins vegar sjálfur aldrei hafa lent í draugagangi eða verið svo merkilegur að sjá draug en hann sé, líkt og margir aðrir Íslendingar, upptekinn og heillaður af yfirnáttúrulegum fyrirbærum. „Þetta er kannski það atriði sem sameinar íslenskar kvikmyndir, þessi brennandi áhugi á þessum fyrirbærum.“ Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
„Þetta er bara kvikmynd sem ég ætla að gera og kemst vonandi á koppinn snemma á næsta ári,“ segir Ágúst Guðmundsson, kvikmyndaleikstjórinn góðkunni, en hann leggur nú lokahönd á handrit sem heitir Ófeigur gengur aftur. Ágúst fékk nýlega handritastyrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands en síðasta mynd hans, Í takt við tímann, með hinum einu sönnu Stuðmönnum, var framlag Íslendinga í forvalið fyrir Óskarsverðlaunin árið 2005. Ágúst segir að þetta sé ef til vill ekki draugamynd í þeirri merkingu að þeir leiki aðalhlutverkið en vissulega komi framliðnar persónur við sögu. Leikstjórinn segist hafa gengið með þessa hugmynd í maganum undanfarin fimmtán ár og er kampakátur yfir því að hún virðist nú loks ætla að verða að veruleika. „Það var ekki fyrr en ég fluttist á Grettisgötuna að mér fannst ég vera kominn í rétta umhverfið fyrir söguna og leið eins og að hérna gæti myndin gerst,“ útskýrir Ágúst. Ágúst segist hins vegar sjálfur aldrei hafa lent í draugagangi eða verið svo merkilegur að sjá draug en hann sé, líkt og margir aðrir Íslendingar, upptekinn og heillaður af yfirnáttúrulegum fyrirbærum. „Þetta er kannski það atriði sem sameinar íslenskar kvikmyndir, þessi brennandi áhugi á þessum fyrirbærum.“
Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein