Englar eru bestu skinn 22. ágúst 2007 00:01 Norska prinsessan Marta Lovísa kom þjóð sinni heldur betur á óvart í sumar þegar hún sagðist geta séð engla. Hún hafði gert það gott sem knapi, sjúkraþjálfari og barnabókahöfundur en þessu áttu Norðmenn ekki von á frá henni. Þegar Marta Lovísa opnaði síðan skóla til að kenna öðrum að sjá engla, þessar tindilfættu verur, var Norðmönnum nóg boðið. Virtir menn létu prinsessuna fá það óþvegið. Þeim fannst að hún ætti að afsala sér tiginbornum réttindum sínum eða hætta þessari dellu. Taka bara allt til baka og segjast ekki sjá neitt meira en við hin. Það er ljóst að tímarnir hafa aðeins breyst frá því að frönsk stelpa var tekin í dýrlinga tölu eftir að hafa sagst hafa séð sjálfa Maríu mey birtast í helli. Og mærin helga hefði meira að segja talað sömu alþýðumállýskuna og stelpan. Satt best að segja ættu Norðmenn bara að vera spenntir yfir sýnum Mörtu Lovísu því þeir eru einmitt sú Norðurlandaþjóðanna sem þarf hvað mest á englum að halda. Þar reika nefnilega um hjarðir manna sem ekki mega sjá timburkirkju frá miðöldum án þess að þeir finni hjá sér þörf fyrir að draga upp Zippo-kveikjara. Síðhærður sjoppustarfsmaður sagði mér eitt sinn að þetta lið hlustaði aðallega á tónlistarstefnuna svartmálm. Ekki var ég þess umkomin að efast neitt um það. Aftur á móti er ég viss um að Marta Lovísa hefur tekið sænsku hljómsveitina ABBA fram yfir svartmálminn. Í laginu I Have a Dream með nefndri hljómsveit er sungið: „I believe in angels/something good in everything I see/I believe in angels/when I know the time is right for me." Aldrei hefur neinn amast við þessari fullyrðingu, kannski vegna þess að þær Anni-Frid og Agnetha sögðust bara trúa á englana, ekki að þær sæju þá með berum augum. Á sama tíma og þjóðhöfðingjar stórveldanna sprengja önnur lönd og íbúa þeirra aftur á bronsöld og leika sér að því að kynda aftur undir gamlar væringar með því að senda flugvélar þangað sem þær virðast í fljótu bragði ekki eiga mikið erindi fara Norðmenn hjá sér yfir því einu að prinsessa skuli segjast sjá engla. Það hlýtur samt að vera betra að sjá engla en að sjá rautt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun
Norska prinsessan Marta Lovísa kom þjóð sinni heldur betur á óvart í sumar þegar hún sagðist geta séð engla. Hún hafði gert það gott sem knapi, sjúkraþjálfari og barnabókahöfundur en þessu áttu Norðmenn ekki von á frá henni. Þegar Marta Lovísa opnaði síðan skóla til að kenna öðrum að sjá engla, þessar tindilfættu verur, var Norðmönnum nóg boðið. Virtir menn létu prinsessuna fá það óþvegið. Þeim fannst að hún ætti að afsala sér tiginbornum réttindum sínum eða hætta þessari dellu. Taka bara allt til baka og segjast ekki sjá neitt meira en við hin. Það er ljóst að tímarnir hafa aðeins breyst frá því að frönsk stelpa var tekin í dýrlinga tölu eftir að hafa sagst hafa séð sjálfa Maríu mey birtast í helli. Og mærin helga hefði meira að segja talað sömu alþýðumállýskuna og stelpan. Satt best að segja ættu Norðmenn bara að vera spenntir yfir sýnum Mörtu Lovísu því þeir eru einmitt sú Norðurlandaþjóðanna sem þarf hvað mest á englum að halda. Þar reika nefnilega um hjarðir manna sem ekki mega sjá timburkirkju frá miðöldum án þess að þeir finni hjá sér þörf fyrir að draga upp Zippo-kveikjara. Síðhærður sjoppustarfsmaður sagði mér eitt sinn að þetta lið hlustaði aðallega á tónlistarstefnuna svartmálm. Ekki var ég þess umkomin að efast neitt um það. Aftur á móti er ég viss um að Marta Lovísa hefur tekið sænsku hljómsveitina ABBA fram yfir svartmálminn. Í laginu I Have a Dream með nefndri hljómsveit er sungið: „I believe in angels/something good in everything I see/I believe in angels/when I know the time is right for me." Aldrei hefur neinn amast við þessari fullyrðingu, kannski vegna þess að þær Anni-Frid og Agnetha sögðust bara trúa á englana, ekki að þær sæju þá með berum augum. Á sama tíma og þjóðhöfðingjar stórveldanna sprengja önnur lönd og íbúa þeirra aftur á bronsöld og leika sér að því að kynda aftur undir gamlar væringar með því að senda flugvélar þangað sem þær virðast í fljótu bragði ekki eiga mikið erindi fara Norðmenn hjá sér yfir því einu að prinsessa skuli segjast sjá engla. Það hlýtur samt að vera betra að sjá engla en að sjá rautt.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun