Sigga hátíðleg á væntanlegri sólóplötu 24. ágúst 2007 06:45 Sigga Beinteins segir 2007 gott ár til að gera nýja plötu, enda sé talan „7“ hennar happatala. MYND/Teitur „Það var kominn tími á að drífa sig í gang. Ég er búin að liggja allt of lengi í leti,“ segir söngkonan Sigríður Beinteinsdóttir, en hún er að hefjast handa við að búa til sína fyrstu sólóplötu í fjögur ár. Upptökur á plötunni hefjast strax eftir helgi og mun Sigríður meðal annars njóta aðstoðar sinfóníuhljómsveitar Búlgaríu við gerð hennar. „Ég hef lengi gengið með þessa plötu í maganum og hún verður allt öðruvísi en það sem ég hef áður gefið út. Þetta verður hátíðleg plata með kirkjulegu en jafnframt nokkuð poppuðu ívafi. Sem sagt mjög spennandi,“ segir Sigríður. Lögin á plötunni verða af ýmsu tagi og á henni verður að finna lög eftir íslenska og erlenda höfunda. Sigríður segir flest lögin vera „stór og mikil“ og verður meðal annars að finna nýja útgáfu á hinu hádramatíska Amazing Grace á henni. „Flest þessara laga eru mikil áskorun fyrir mig sem söngkonu,“ segir Sigríður en auk þess verður að finna nokkur ný lög eftir erlenda lagahöfunda á plötunni . Platan verður tekin upp á Íslandi og í Búlgaríu á næstu vikum og mánuðum og mun Sigríður taka virkan þátt í plötusölustríðinu um jólin. „Þetta verður vonandi jólagjöfin í ár hjá sem flestum,“ segir hún og hlær. Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
„Það var kominn tími á að drífa sig í gang. Ég er búin að liggja allt of lengi í leti,“ segir söngkonan Sigríður Beinteinsdóttir, en hún er að hefjast handa við að búa til sína fyrstu sólóplötu í fjögur ár. Upptökur á plötunni hefjast strax eftir helgi og mun Sigríður meðal annars njóta aðstoðar sinfóníuhljómsveitar Búlgaríu við gerð hennar. „Ég hef lengi gengið með þessa plötu í maganum og hún verður allt öðruvísi en það sem ég hef áður gefið út. Þetta verður hátíðleg plata með kirkjulegu en jafnframt nokkuð poppuðu ívafi. Sem sagt mjög spennandi,“ segir Sigríður. Lögin á plötunni verða af ýmsu tagi og á henni verður að finna lög eftir íslenska og erlenda höfunda. Sigríður segir flest lögin vera „stór og mikil“ og verður meðal annars að finna nýja útgáfu á hinu hádramatíska Amazing Grace á henni. „Flest þessara laga eru mikil áskorun fyrir mig sem söngkonu,“ segir Sigríður en auk þess verður að finna nokkur ný lög eftir erlenda lagahöfunda á plötunni . Platan verður tekin upp á Íslandi og í Búlgaríu á næstu vikum og mánuðum og mun Sigríður taka virkan þátt í plötusölustríðinu um jólin. „Þetta verður vonandi jólagjöfin í ár hjá sem flestum,“ segir hún og hlær.
Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira