Benni og Lekman í hljóðver 29. ágúst 2007 07:00 Jens Lekman á tónleikunum í Norræna húsinu síðastliðið föstudagskvöld. Hrönn Tónlistarmennirnir Benedikt Hermann Hermannsson og hinn sænski Jens Lekman fóru í hljóðver um síðustu helgi og tóku upp nokkur lög saman. Ekki hefur verið ákveðið hvenær lögin koma út. Benedikt segir að það hafi verið frábært að vinna með Lekman. „Hann er mjög indæll náungi og skemmtilegur,“ segir Benni, sem starfaði fyrst með Lekman á síðustu Airwaves-hátíð. „Hann var beðinn um að spila á Airwaves og á leiðinni hingað sendi hann mér „email“ og spurði hvort ég og nokkrir aðrir værum til í að spila með honum í einu lagi. Í þeirri ferð tókum við upp eitt lag saman sem var gefið út á sjö tommu,“ segir hann. Lekman hélt tónleika í Norræna húsinu síðastliðið föstudagskvöld. Mætti hann með bassaleikara og trommara með sér en auk þess spilaði Benni með honum næstum alla tónleikana ásamt fjórum blásurum. Á dagskránni voru meðal annars tvö lög eftir Benna þar sem Lekman var gestasöngvari; Aldrei og I Can Love You In A Wheelchair Baby. Einnig söng Benni með Lekman á sænsku. „Ég skuldaði honum. Hann er búinn að syngja með mér á íslensku,“ segir Benni og bætir því við að það hafi gengið merkilega vel að læra sænskuna. Framundan hjá Benna Hemm Hemm er tónleikaferð um Norðurlönd sem verður farin í lok október eða byrjun nóvember. Engin plata er fyrirhuguð með hljómsveitinni fyrir næstu jól en síðustu tvær plötur hennar hafa fengið mjög góðar viðtökur. Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Tónlistarmennirnir Benedikt Hermann Hermannsson og hinn sænski Jens Lekman fóru í hljóðver um síðustu helgi og tóku upp nokkur lög saman. Ekki hefur verið ákveðið hvenær lögin koma út. Benedikt segir að það hafi verið frábært að vinna með Lekman. „Hann er mjög indæll náungi og skemmtilegur,“ segir Benni, sem starfaði fyrst með Lekman á síðustu Airwaves-hátíð. „Hann var beðinn um að spila á Airwaves og á leiðinni hingað sendi hann mér „email“ og spurði hvort ég og nokkrir aðrir værum til í að spila með honum í einu lagi. Í þeirri ferð tókum við upp eitt lag saman sem var gefið út á sjö tommu,“ segir hann. Lekman hélt tónleika í Norræna húsinu síðastliðið föstudagskvöld. Mætti hann með bassaleikara og trommara með sér en auk þess spilaði Benni með honum næstum alla tónleikana ásamt fjórum blásurum. Á dagskránni voru meðal annars tvö lög eftir Benna þar sem Lekman var gestasöngvari; Aldrei og I Can Love You In A Wheelchair Baby. Einnig söng Benni með Lekman á sænsku. „Ég skuldaði honum. Hann er búinn að syngja með mér á íslensku,“ segir Benni og bætir því við að það hafi gengið merkilega vel að læra sænskuna. Framundan hjá Benna Hemm Hemm er tónleikaferð um Norðurlönd sem verður farin í lok október eða byrjun nóvember. Engin plata er fyrirhuguð með hljómsveitinni fyrir næstu jól en síðustu tvær plötur hennar hafa fengið mjög góðar viðtökur.
Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira