Benni og Lekman í hljóðver 29. ágúst 2007 07:00 Jens Lekman á tónleikunum í Norræna húsinu síðastliðið föstudagskvöld. Hrönn Tónlistarmennirnir Benedikt Hermann Hermannsson og hinn sænski Jens Lekman fóru í hljóðver um síðustu helgi og tóku upp nokkur lög saman. Ekki hefur verið ákveðið hvenær lögin koma út. Benedikt segir að það hafi verið frábært að vinna með Lekman. „Hann er mjög indæll náungi og skemmtilegur,“ segir Benni, sem starfaði fyrst með Lekman á síðustu Airwaves-hátíð. „Hann var beðinn um að spila á Airwaves og á leiðinni hingað sendi hann mér „email“ og spurði hvort ég og nokkrir aðrir værum til í að spila með honum í einu lagi. Í þeirri ferð tókum við upp eitt lag saman sem var gefið út á sjö tommu,“ segir hann. Lekman hélt tónleika í Norræna húsinu síðastliðið föstudagskvöld. Mætti hann með bassaleikara og trommara með sér en auk þess spilaði Benni með honum næstum alla tónleikana ásamt fjórum blásurum. Á dagskránni voru meðal annars tvö lög eftir Benna þar sem Lekman var gestasöngvari; Aldrei og I Can Love You In A Wheelchair Baby. Einnig söng Benni með Lekman á sænsku. „Ég skuldaði honum. Hann er búinn að syngja með mér á íslensku,“ segir Benni og bætir því við að það hafi gengið merkilega vel að læra sænskuna. Framundan hjá Benna Hemm Hemm er tónleikaferð um Norðurlönd sem verður farin í lok október eða byrjun nóvember. Engin plata er fyrirhuguð með hljómsveitinni fyrir næstu jól en síðustu tvær plötur hennar hafa fengið mjög góðar viðtökur. Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Tónlistarmennirnir Benedikt Hermann Hermannsson og hinn sænski Jens Lekman fóru í hljóðver um síðustu helgi og tóku upp nokkur lög saman. Ekki hefur verið ákveðið hvenær lögin koma út. Benedikt segir að það hafi verið frábært að vinna með Lekman. „Hann er mjög indæll náungi og skemmtilegur,“ segir Benni, sem starfaði fyrst með Lekman á síðustu Airwaves-hátíð. „Hann var beðinn um að spila á Airwaves og á leiðinni hingað sendi hann mér „email“ og spurði hvort ég og nokkrir aðrir værum til í að spila með honum í einu lagi. Í þeirri ferð tókum við upp eitt lag saman sem var gefið út á sjö tommu,“ segir hann. Lekman hélt tónleika í Norræna húsinu síðastliðið föstudagskvöld. Mætti hann með bassaleikara og trommara með sér en auk þess spilaði Benni með honum næstum alla tónleikana ásamt fjórum blásurum. Á dagskránni voru meðal annars tvö lög eftir Benna þar sem Lekman var gestasöngvari; Aldrei og I Can Love You In A Wheelchair Baby. Einnig söng Benni með Lekman á sænsku. „Ég skuldaði honum. Hann er búinn að syngja með mér á íslensku,“ segir Benni og bætir því við að það hafi gengið merkilega vel að læra sænskuna. Framundan hjá Benna Hemm Hemm er tónleikaferð um Norðurlönd sem verður farin í lok október eða byrjun nóvember. Engin plata er fyrirhuguð með hljómsveitinni fyrir næstu jól en síðustu tvær plötur hennar hafa fengið mjög góðar viðtökur.
Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira