Mitt framlag 7. september 2007 00:01 Mér er stundum legið á hálsi fyrir að sjá ekki heildarmyndina. Og það réttilega. Gefum okkur að ég kæmist í tæri við óskabrunn. Áður en ég myndi eftir vágestum á borð við örbirgð, sjúkdóma og styrjaldir væri ég líklega búinn að sólunda óskunum í eitthvað fáfengilegt á borð við að fólk hætti að kalla kjúkling kjúlla eða að plebbadrykkjum á borð við Pepsi Max yrði útrýmt. Þetta er eiginlega það eina í heiminum sem truflar mig að einhverju ráði. Með öðrum orðum hugsa ég ekki sérlega stórt. Helstu afleiðingar lítilfjörlegra pælinga eru skortur á ástríðu - kolunum sem kynda hugsjónirnar - og birtist aðallega í tómlæti gagnvart „stóru málunum". Ég hef líklega sterkari skoðanir á hvítu gallabuxunum sem ég sá Egil Ólafsson einu sinni í á Laugaveginum en á hlýnun jarðar. Við þetta ástand verður vitaskuld ekki lengur unað. Það er ekki lengur töff að vera töff og standa á sama um allt og alla. Það eina sem blífur nú til dags er að láta málin sig varða, fá nóg af þessu öllu saman og steyta hnefa í mótskælaskyni, helst gegn einhverju merkilegra en Pepsi Max. Ég er sem sagt í leit að ástríðu - hugsjón til að helga mig og berjast fyrir. Sem er heilmikil skuldbinding og ekkert til að flana að. Byrja kannski á að taka þátt í vitundarvakningu eða þjóðarátaki, til dæmis skógrækt, og vinn mig smátt og smátt upp í froðufellandi grænmetisætu sem slettir lífrænu skyri á alþingismenn. Umhverfismál eru heppilegur upphafspunktur, víðfeðmur málaflokkur sem er mikið í umræðunni og auðvelt að flétta við aðra þætti daglegs lífs, til dæmis samgöngur, sem eru í brennidepli þessa dagana. Ég hef nokkuð skýra afstöðu gagnvart bæði umferðarteppu og slysum: ég er á móti þeim. Ég hef því ákveðið að leggja mitt af mörkum í þágu umferðaröryggis og umhverfisverndar og fengið mér reiðhjól. Með þessu móti ek ég ekki á neinn og bjarga ábyggilega lífi fjölda leikskólabarna sem að öðrum kosti myndu tærast upp í svifryki. Ég ætla reyndar ekki að losa mig við bílinn alveg strax. Ég lofa aftur á móti að nota hann bara í ítrustu neyð og ætla alltaf að hjóla í vinnuna. Nema auðvitað þegar það er rigning og mótvindur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun
Mér er stundum legið á hálsi fyrir að sjá ekki heildarmyndina. Og það réttilega. Gefum okkur að ég kæmist í tæri við óskabrunn. Áður en ég myndi eftir vágestum á borð við örbirgð, sjúkdóma og styrjaldir væri ég líklega búinn að sólunda óskunum í eitthvað fáfengilegt á borð við að fólk hætti að kalla kjúkling kjúlla eða að plebbadrykkjum á borð við Pepsi Max yrði útrýmt. Þetta er eiginlega það eina í heiminum sem truflar mig að einhverju ráði. Með öðrum orðum hugsa ég ekki sérlega stórt. Helstu afleiðingar lítilfjörlegra pælinga eru skortur á ástríðu - kolunum sem kynda hugsjónirnar - og birtist aðallega í tómlæti gagnvart „stóru málunum". Ég hef líklega sterkari skoðanir á hvítu gallabuxunum sem ég sá Egil Ólafsson einu sinni í á Laugaveginum en á hlýnun jarðar. Við þetta ástand verður vitaskuld ekki lengur unað. Það er ekki lengur töff að vera töff og standa á sama um allt og alla. Það eina sem blífur nú til dags er að láta málin sig varða, fá nóg af þessu öllu saman og steyta hnefa í mótskælaskyni, helst gegn einhverju merkilegra en Pepsi Max. Ég er sem sagt í leit að ástríðu - hugsjón til að helga mig og berjast fyrir. Sem er heilmikil skuldbinding og ekkert til að flana að. Byrja kannski á að taka þátt í vitundarvakningu eða þjóðarátaki, til dæmis skógrækt, og vinn mig smátt og smátt upp í froðufellandi grænmetisætu sem slettir lífrænu skyri á alþingismenn. Umhverfismál eru heppilegur upphafspunktur, víðfeðmur málaflokkur sem er mikið í umræðunni og auðvelt að flétta við aðra þætti daglegs lífs, til dæmis samgöngur, sem eru í brennidepli þessa dagana. Ég hef nokkuð skýra afstöðu gagnvart bæði umferðarteppu og slysum: ég er á móti þeim. Ég hef því ákveðið að leggja mitt af mörkum í þágu umferðaröryggis og umhverfisverndar og fengið mér reiðhjól. Með þessu móti ek ég ekki á neinn og bjarga ábyggilega lífi fjölda leikskólabarna sem að öðrum kosti myndu tærast upp í svifryki. Ég ætla reyndar ekki að losa mig við bílinn alveg strax. Ég lofa aftur á móti að nota hann bara í ítrustu neyð og ætla alltaf að hjóla í vinnuna. Nema auðvitað þegar það er rigning og mótvindur.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun