Evra eða króna? Þráinn Bertelsson skrifar 1. október 2007 05:30 Íslendingar hafa notast við margs konar gjaldmiðil: Álnir vaðmáls, merkur silfurs, kúgildi, jarðarhundruð, ríkisdali, skildinga, spesíur, danskar krónur, íslenskar krónur og nú er talað um að prófa hvort evru muni fylgja meiri gæfa en krónu. Í ALDANNA RÁS hefur margt skynsamlegt verið sagt um peninga, einkum af fólki sem ekki starfar í fjármálageiranum, og gæti verið gott að hafa til hliðsjónar í þeirri aura-síbylju sem á okkur dynur. VARNAÐARORÐ: Peningar eru hismi margra hluta en ekki kjarni. Þeir færa okkur mat en ekki matarlyst, lyf en ekki heilsu, kunningja en ekki vini, þjónustu en ekki tryggð, gleðistundir en ekki frið né hamingju. (Henrik Ibsen). Peningar eru afstrakt-hliðin á mannlegri hamingju; sá sem ekki kann að njóta raunverulegrar hamingju einbeitir sér að peningum. (A. Schopenhauer). Þegar ég eignast smápening kaupi ég bækur. Ef eitthvað er afgangs kaupi ég mat. (Erasmus). Hinn raunverulegi mælikvarði á hversu ríkur þú ert er hvers virði þú værir ef þú tapaðir öllum peningunum þínum. (N.N.). Eina ástæðan fyrir því að amerískar fjölskyldur skuli ekki eiga fíl er sú að þeim hefur aldrei verið boðið að eignast fíl á afborgunum. (Mad Magazine). Aðeins þegar síðasta tréð er dautt og síðasta áin hefur verið menguð og síðasti fiskurinn veiddur verður okkur ljóst að við getum ekki étið peninga. (Orðtæki Cree-Indíána). MEÐMÆLI: Mig mundi langa til að lifa eins og fátæklingur - en með nóga peninga. (Pablo Picasso). Viðskipti eru sú listgrein að geta náð peningum úr vasa annarra án þess að beita ofbeldi. (Max Amsterdam). Ef konur væru ekki til hefðu allir heimsins peningar enga þýðingu. (A. Onassis). Milljarður hér og milljarður þar - og fyrr en varir er maður farinn að tala um alvöru peninga. (Everett Dirksen). Það eina sem ég sé við peningamenn eru peningarnir þeirra. (Lafði Astor). Peningar eru betri en fátækt - þó ekki sé nema af hagfræðilegum ástæðum. (Woody Allen). LOKAORÐ: Peningar eru góður þjónn en harður húsbóndi. (Alexandre Dumas yngri). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun
Íslendingar hafa notast við margs konar gjaldmiðil: Álnir vaðmáls, merkur silfurs, kúgildi, jarðarhundruð, ríkisdali, skildinga, spesíur, danskar krónur, íslenskar krónur og nú er talað um að prófa hvort evru muni fylgja meiri gæfa en krónu. Í ALDANNA RÁS hefur margt skynsamlegt verið sagt um peninga, einkum af fólki sem ekki starfar í fjármálageiranum, og gæti verið gott að hafa til hliðsjónar í þeirri aura-síbylju sem á okkur dynur. VARNAÐARORÐ: Peningar eru hismi margra hluta en ekki kjarni. Þeir færa okkur mat en ekki matarlyst, lyf en ekki heilsu, kunningja en ekki vini, þjónustu en ekki tryggð, gleðistundir en ekki frið né hamingju. (Henrik Ibsen). Peningar eru afstrakt-hliðin á mannlegri hamingju; sá sem ekki kann að njóta raunverulegrar hamingju einbeitir sér að peningum. (A. Schopenhauer). Þegar ég eignast smápening kaupi ég bækur. Ef eitthvað er afgangs kaupi ég mat. (Erasmus). Hinn raunverulegi mælikvarði á hversu ríkur þú ert er hvers virði þú værir ef þú tapaðir öllum peningunum þínum. (N.N.). Eina ástæðan fyrir því að amerískar fjölskyldur skuli ekki eiga fíl er sú að þeim hefur aldrei verið boðið að eignast fíl á afborgunum. (Mad Magazine). Aðeins þegar síðasta tréð er dautt og síðasta áin hefur verið menguð og síðasti fiskurinn veiddur verður okkur ljóst að við getum ekki étið peninga. (Orðtæki Cree-Indíána). MEÐMÆLI: Mig mundi langa til að lifa eins og fátæklingur - en með nóga peninga. (Pablo Picasso). Viðskipti eru sú listgrein að geta náð peningum úr vasa annarra án þess að beita ofbeldi. (Max Amsterdam). Ef konur væru ekki til hefðu allir heimsins peningar enga þýðingu. (A. Onassis). Milljarður hér og milljarður þar - og fyrr en varir er maður farinn að tala um alvöru peninga. (Everett Dirksen). Það eina sem ég sé við peningamenn eru peningarnir þeirra. (Lafði Astor). Peningar eru betri en fátækt - þó ekki sé nema af hagfræðilegum ástæðum. (Woody Allen). LOKAORÐ: Peningar eru góður þjónn en harður húsbóndi. (Alexandre Dumas yngri).
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun