Latibær í viðræðum við japanska risann Nintendo 20. október 2007 00:01 „Þetta er allt á byrjunarstigi en við höfum átt nokkra fundi með forsvarsmönnum Nintendo og þeir hafa tekið vel í okkar hugmyndir,“ segir Magnús Scheving, forstjóri Latabæjar en í breska blaðinu The Observer er greint frá því að Latibær verði hugsanlega ný viðbót í tölvuleikjaflóru japanska risans. Magnús áréttar þó að þetta sé allt á byrjunarreit og að svona ferli geti tekið nokkur ár. Hann viðurkennir þó að nýjasta tölvan frá Nintendo, svokölluð Wii, henti Latabæ mjög vel enda geri stjórntækin mikið út á hreyfingu samfara því að spila tölvuleikina. Nintendo er einn af stóru fyrirtækjunum á tölvuleikjamarkaðnum en mátti lúta í lægra haldi þegar Playstation-tölva Sony kom á markað. Síðan þá hefur Nintendo mátt þola smá niðursveiflu og ekki skánaði ástandið þegar X-box Microsoft kom á markað. En frá því að Wii-tölvan kom á markað hefur nýju blóði verið hleypt í samkeppnina og horfa forsvarsmenn fyrirtækisins nú björtum augum til framtíðar enda loks tekist að veita hinum tveimur tölvunum verðuga samkeppni. Eitt frægasta vörumerki Nintendo er Super Mario og það er ef til vill vísir að því sem koma skal því ítalski pípulagningarmaðurinn og Íþróttaálfurinn eru nokkuð áþekkir útlits; báðir með yfirvaraskegg og á sífelldum þönum. „Þetta er vissulega mjög spennandi og við erum að reyna berjast áfram í þessu. En, eins og ég segi, þetta er eitthvað sem getur tekið sinn tíma og við erum bara rétt að byrja,“ segir Magnús. Í The Observer er því svo haldið fram að dagskrá Magnúsar sé þéttskipuð og nánast hver dagur sé skipulagður fram til ársins 2011. Magnús vill kannski ekki ganga svo langt en segist hafa í nógu að snúast. „Kannski eftir 2011 verður þetta aðeins farið að sjatna,“ segir Magnús en eins og Fréttablaðið greindi frá var hann nýverið í Þýskalandi þar sem átakinu Fimm á dag var hleypt af stokkunum og var heilbrigðisráðherra Þýskalands, Ulla Schmidt, viðstödd. Magnús þurfti reyndar vernd frá lífvörðum hennar eftir að það spurðist út að þarna væri sjálfur Íþróttaálfurinn kominn og neyddist Magnús í kjölfarið til að halda tveggja tíma leikfimiskennslu fyrir æsta aðdáendur í jakkafötum. freyrgigja@frettabladid.isSpenntur fyrir Nintendo @Megin-FoReg 8p vinstri 1.m:Magnús Scheving, hæstráðandi í Latabæ, er spenntur fyrir hugmyndum japanska tölvuleikjarisans Nintento um að gera tölvuleik byggðan á Latabæ. Fimm á dag Magnús ásamt heilbrigðisráðherranum Ullu Schmidt, dr. Mueller og verndara átaksins Fimm á dag. Reynir á hreyfinguna Wii-tölvan er þeim eiginleikum búin að spilendur þurfa að nota hreyfigetuna í tölvuleikjunum. Leikjavísir Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Sjá meira
„Þetta er allt á byrjunarstigi en við höfum átt nokkra fundi með forsvarsmönnum Nintendo og þeir hafa tekið vel í okkar hugmyndir,“ segir Magnús Scheving, forstjóri Latabæjar en í breska blaðinu The Observer er greint frá því að Latibær verði hugsanlega ný viðbót í tölvuleikjaflóru japanska risans. Magnús áréttar þó að þetta sé allt á byrjunarreit og að svona ferli geti tekið nokkur ár. Hann viðurkennir þó að nýjasta tölvan frá Nintendo, svokölluð Wii, henti Latabæ mjög vel enda geri stjórntækin mikið út á hreyfingu samfara því að spila tölvuleikina. Nintendo er einn af stóru fyrirtækjunum á tölvuleikjamarkaðnum en mátti lúta í lægra haldi þegar Playstation-tölva Sony kom á markað. Síðan þá hefur Nintendo mátt þola smá niðursveiflu og ekki skánaði ástandið þegar X-box Microsoft kom á markað. En frá því að Wii-tölvan kom á markað hefur nýju blóði verið hleypt í samkeppnina og horfa forsvarsmenn fyrirtækisins nú björtum augum til framtíðar enda loks tekist að veita hinum tveimur tölvunum verðuga samkeppni. Eitt frægasta vörumerki Nintendo er Super Mario og það er ef til vill vísir að því sem koma skal því ítalski pípulagningarmaðurinn og Íþróttaálfurinn eru nokkuð áþekkir útlits; báðir með yfirvaraskegg og á sífelldum þönum. „Þetta er vissulega mjög spennandi og við erum að reyna berjast áfram í þessu. En, eins og ég segi, þetta er eitthvað sem getur tekið sinn tíma og við erum bara rétt að byrja,“ segir Magnús. Í The Observer er því svo haldið fram að dagskrá Magnúsar sé þéttskipuð og nánast hver dagur sé skipulagður fram til ársins 2011. Magnús vill kannski ekki ganga svo langt en segist hafa í nógu að snúast. „Kannski eftir 2011 verður þetta aðeins farið að sjatna,“ segir Magnús en eins og Fréttablaðið greindi frá var hann nýverið í Þýskalandi þar sem átakinu Fimm á dag var hleypt af stokkunum og var heilbrigðisráðherra Þýskalands, Ulla Schmidt, viðstödd. Magnús þurfti reyndar vernd frá lífvörðum hennar eftir að það spurðist út að þarna væri sjálfur Íþróttaálfurinn kominn og neyddist Magnús í kjölfarið til að halda tveggja tíma leikfimiskennslu fyrir æsta aðdáendur í jakkafötum. freyrgigja@frettabladid.isSpenntur fyrir Nintendo @Megin-FoReg 8p vinstri 1.m:Magnús Scheving, hæstráðandi í Latabæ, er spenntur fyrir hugmyndum japanska tölvuleikjarisans Nintento um að gera tölvuleik byggðan á Latabæ. Fimm á dag Magnús ásamt heilbrigðisráðherranum Ullu Schmidt, dr. Mueller og verndara átaksins Fimm á dag. Reynir á hreyfinguna Wii-tölvan er þeim eiginleikum búin að spilendur þurfa að nota hreyfigetuna í tölvuleikjunum.
Leikjavísir Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Sjá meira