Konur á útivelli Steinunn Stefánsdóttir skrifar 24. október 2007 20:34 Baráttudagar fyrir jafnrétti kynjanna og kvenfrelsi verða aldrei of margir, að minnsta kosti ekki þar til fullu jafnrétti kynjanna er náð. Hér á landi eigum við, auk alþjóðlegs baráttudags kvenna 8. mars, tvo séríslenska baráttudaga, 19. júní, daginn sem íslenskar konur fagna kosningarétti sínum, og dag Sameinuðu þjóðanna, 24. október. Þann dag gerðu íslenskar konur að baráttudegi á kvennaárinu sem haldið var 1975 þegar þær lögðu niður störf til að vekja athygli á vinnuframlagi kvenna. Þrjátíu árum síðar, árið 2005, var leikurinn endurtekinn, 24. október, og bætt um betur með gríðarlegri þátttöku kvenna sem um allt land gengu út af vinnustöðum sínum um hádegi og komu saman til að minna á hversu langt er í land að jafnrétti kynja sé náð á vinnumarkaði, þrátt fyrir að engin fyrirstaða finnist í lögum. Í gær á degi Sameinuðu þjóðanna gátu konur og karlar sem áhuga hafa á jafnréttismálum valið úr fyrirlestrum og uppákomum í tilefni dagsins. Meðal annars var ráðstefna í Keili þar sem sænski sálfræðingurinn Lars Einar Engström var meðal ræðumanna en í gær kom einmitt út hér á landi bók hans sem hlotið hefur heitið Játningar karlrembu, ég vissi ekki að þetta væri svona slæmt, í íslenskri þýðingu. Alkunna er að mun algengara er að konur tjái sig um jafnréttismál en karlar. Það er því sem ferskur vindur þegar karlar tjá sig um þessi mál, ekki síst þegar þeir taka stórt upp í sig og eru um leið einlægir eins og Engström. Það er í það minnsta óvenjulegt að heyra karlmann halda fullum fetum fram nauðsyn kynjakvóta og blása á þau rök að kynjakvóti leiði til þess að óhæfara starfsfólk sé valið. Engström segist einfaldlega ekki þekkja nein dæmi þess að óhæft fólk sé valið til starfa í fyrirtækjum. Meðal þess sem Engström telur nauðsynlegt til að raunverulegu jafnrétti verði náð eru breyttar áherslur í uppeldi leikskólabarna, auk þess sem hann heldur því fram að kenna þurfi kynjafræði á öllum skólastigum. Ráð Engströms til kvenna er að þær verði að haga sér eins og karlar til að ná árangri í karlaveröld. Það kann að vera rétt hjá Engström að konur verði að tileinka sér leikreglur karla ef þær ætla að komast áfram í þeirri veröld sem enn er að miklu leyti stýrt af körlum. Hitt er annað að bæði kyn verða að læra að virða og meta starfsaðferðir hver annars. Það gengur auðvitað ekki til lengdar að konur leiki á útivelli meðan karlar halda áfram að leika sinn örugga leik á heimavelli, með þær leikreglur sem þeir hafa einir mótað. Með þeim hætti fara líka ákveðin verðmæti sem fólgin eru í sjónarmiðum beggja kynja í súginn. Jafnrétti er nefnilega ekki aðeins hagsmunamál þeirra hópa sem standa höllum fæti, ekki síst vegna þess hversu mikilvægt er að margbreytileg sjónarmið séu uppi sem víðast. Sjónarmið kvenna er dæmi um þetta en einnig sjónarmið samkynhneigðra og íbúa þriðja heimsins svo dæmi séu tekin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Baráttudagar fyrir jafnrétti kynjanna og kvenfrelsi verða aldrei of margir, að minnsta kosti ekki þar til fullu jafnrétti kynjanna er náð. Hér á landi eigum við, auk alþjóðlegs baráttudags kvenna 8. mars, tvo séríslenska baráttudaga, 19. júní, daginn sem íslenskar konur fagna kosningarétti sínum, og dag Sameinuðu þjóðanna, 24. október. Þann dag gerðu íslenskar konur að baráttudegi á kvennaárinu sem haldið var 1975 þegar þær lögðu niður störf til að vekja athygli á vinnuframlagi kvenna. Þrjátíu árum síðar, árið 2005, var leikurinn endurtekinn, 24. október, og bætt um betur með gríðarlegri þátttöku kvenna sem um allt land gengu út af vinnustöðum sínum um hádegi og komu saman til að minna á hversu langt er í land að jafnrétti kynja sé náð á vinnumarkaði, þrátt fyrir að engin fyrirstaða finnist í lögum. Í gær á degi Sameinuðu þjóðanna gátu konur og karlar sem áhuga hafa á jafnréttismálum valið úr fyrirlestrum og uppákomum í tilefni dagsins. Meðal annars var ráðstefna í Keili þar sem sænski sálfræðingurinn Lars Einar Engström var meðal ræðumanna en í gær kom einmitt út hér á landi bók hans sem hlotið hefur heitið Játningar karlrembu, ég vissi ekki að þetta væri svona slæmt, í íslenskri þýðingu. Alkunna er að mun algengara er að konur tjái sig um jafnréttismál en karlar. Það er því sem ferskur vindur þegar karlar tjá sig um þessi mál, ekki síst þegar þeir taka stórt upp í sig og eru um leið einlægir eins og Engström. Það er í það minnsta óvenjulegt að heyra karlmann halda fullum fetum fram nauðsyn kynjakvóta og blása á þau rök að kynjakvóti leiði til þess að óhæfara starfsfólk sé valið. Engström segist einfaldlega ekki þekkja nein dæmi þess að óhæft fólk sé valið til starfa í fyrirtækjum. Meðal þess sem Engström telur nauðsynlegt til að raunverulegu jafnrétti verði náð eru breyttar áherslur í uppeldi leikskólabarna, auk þess sem hann heldur því fram að kenna þurfi kynjafræði á öllum skólastigum. Ráð Engströms til kvenna er að þær verði að haga sér eins og karlar til að ná árangri í karlaveröld. Það kann að vera rétt hjá Engström að konur verði að tileinka sér leikreglur karla ef þær ætla að komast áfram í þeirri veröld sem enn er að miklu leyti stýrt af körlum. Hitt er annað að bæði kyn verða að læra að virða og meta starfsaðferðir hver annars. Það gengur auðvitað ekki til lengdar að konur leiki á útivelli meðan karlar halda áfram að leika sinn örugga leik á heimavelli, með þær leikreglur sem þeir hafa einir mótað. Með þeim hætti fara líka ákveðin verðmæti sem fólgin eru í sjónarmiðum beggja kynja í súginn. Jafnrétti er nefnilega ekki aðeins hagsmunamál þeirra hópa sem standa höllum fæti, ekki síst vegna þess hversu mikilvægt er að margbreytileg sjónarmið séu uppi sem víðast. Sjónarmið kvenna er dæmi um þetta en einnig sjónarmið samkynhneigðra og íbúa þriðja heimsins svo dæmi séu tekin.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun