Lausnin fundin Karen Dröfn Kjartansdóttir skrifar 20. nóvember 2007 00:01 Ó svei, allir eru að okra, enginn vill vinna, allir eru að kaupa, jólin byrjuðu í október. Þegar meirihluti samræðna á kaffistofum byggist upp á fyrrnefndum fullyrðingum veit ég að blessuð jólahátíðin er á næsta leiti. Margir segja að fyrsti boðberi jólanna sé jólasveinarnir í glugganum hjá Rammagerðinni. Mér finnst jólin hins vegar ekki byrja fyrr en ég les reiðipistil um hve geigvænleg efnishyggja og neysla íslensku þjóðarinnar sé orðin. Slíka pistla skrifar gáfað og gott fólk sem mér finnst líklegt að vilji segja öðrum rómantískar ýkjusögur af þeirri gleði sem gagntók það þegar það fékk epli í desember eða þegar það opnaði fyrsta molann af makkintosinu í bernsku. Yfirleitt hríslast um mig gæsahúð af hrifningu þegar ég les slíka vandlætingarpistla þó ég velti því oft fyrir mér hvar í veröldinni þetta fólk hafi alist upp. Ekki voru epli neitt tiltökumál í minni bernsku, þaðan af síður viðbjóðslegir makkintos-molarnir sem eldra fólk otaði að mér á hátíðum og gerði mér ljóst að það væri dónaskapur og vanþakklæti að afþakka slíkan nýlenduvarning. Ég er afskaplega sátt við hlutskipti mitt í lífinu. Hef aldrei keypt mér hlut sem mér þótti of dýr. Í martröðum mínum sé ég ekki fyrir mér kaupmenn að velta sér upp úr seðlahrúgu og greiðslukvittunum frá sveltandi vinnuþjörkum með sultardropa, sem neyddust til að eyða síðustu krónunum sínum í bandarísk leikföng. Dægurþras gáfaðs og nýtins fólks um verð og okur fær mig stundum til að halda að meginþorri Íslendinga eigi nánast engan pening. Þeim fáu krónum sem þeir haldi eftir af launum sínum sé ætíð stolið af gráðugum kaupmönnum í líki hins illa Skröggs sem lesa má um í jólaævintýri Dickens. Þá finnst mér væl fólks yfir því hvað það eigi ægilega lítinn pening vegna þess að það hafi þurft að kaupa sér svo ægilega dýra hluti svipa til kvartana drykkjumanns sem kvartar yfir þynnku. Í báðum tilfellum er til einföld lausn á vandamálinu. Temjið ykkur að versla til jólanna undir áhrifum áfengis; þá getið þið kennt brennivíninu um að þið eydduð allt of miklum peningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun
Ó svei, allir eru að okra, enginn vill vinna, allir eru að kaupa, jólin byrjuðu í október. Þegar meirihluti samræðna á kaffistofum byggist upp á fyrrnefndum fullyrðingum veit ég að blessuð jólahátíðin er á næsta leiti. Margir segja að fyrsti boðberi jólanna sé jólasveinarnir í glugganum hjá Rammagerðinni. Mér finnst jólin hins vegar ekki byrja fyrr en ég les reiðipistil um hve geigvænleg efnishyggja og neysla íslensku þjóðarinnar sé orðin. Slíka pistla skrifar gáfað og gott fólk sem mér finnst líklegt að vilji segja öðrum rómantískar ýkjusögur af þeirri gleði sem gagntók það þegar það fékk epli í desember eða þegar það opnaði fyrsta molann af makkintosinu í bernsku. Yfirleitt hríslast um mig gæsahúð af hrifningu þegar ég les slíka vandlætingarpistla þó ég velti því oft fyrir mér hvar í veröldinni þetta fólk hafi alist upp. Ekki voru epli neitt tiltökumál í minni bernsku, þaðan af síður viðbjóðslegir makkintos-molarnir sem eldra fólk otaði að mér á hátíðum og gerði mér ljóst að það væri dónaskapur og vanþakklæti að afþakka slíkan nýlenduvarning. Ég er afskaplega sátt við hlutskipti mitt í lífinu. Hef aldrei keypt mér hlut sem mér þótti of dýr. Í martröðum mínum sé ég ekki fyrir mér kaupmenn að velta sér upp úr seðlahrúgu og greiðslukvittunum frá sveltandi vinnuþjörkum með sultardropa, sem neyddust til að eyða síðustu krónunum sínum í bandarísk leikföng. Dægurþras gáfaðs og nýtins fólks um verð og okur fær mig stundum til að halda að meginþorri Íslendinga eigi nánast engan pening. Þeim fáu krónum sem þeir haldi eftir af launum sínum sé ætíð stolið af gráðugum kaupmönnum í líki hins illa Skröggs sem lesa má um í jólaævintýri Dickens. Þá finnst mér væl fólks yfir því hvað það eigi ægilega lítinn pening vegna þess að það hafi þurft að kaupa sér svo ægilega dýra hluti svipa til kvartana drykkjumanns sem kvartar yfir þynnku. Í báðum tilfellum er til einföld lausn á vandamálinu. Temjið ykkur að versla til jólanna undir áhrifum áfengis; þá getið þið kennt brennivíninu um að þið eydduð allt of miklum peningum.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun