Vilja banna Sutherland 15. desember 2007 00:01 Kiefer Sutherland Kanadískur þrýstihópur pressar á Ford að segja upp samningum við ökuníðinginn Kiefer Sutherland. Þrýstihópurinn Mothers Against Drunk Driving (MADD) hefur farið fram á að bandaríska stórleikaranum Kiefer Sutherland verði ekki leyft að auglýsa Ford-bifreiðar eftir að hafa fengið fangelsisdóm vegna ölvunaraksturs. Kiefer situr nú af sér 48 daga dóm í fangelsi í Kaliforníu, eftir að hafa gefið sig fram við lögreglu í Los Angeles, en hann fékk refsidóm eftir að hafa verið stöðvaður ölvaður undir stýri í september. Nú vill MADD stöðva sjónvarpsauglýsingar þar sem Sutherland ljær Ford-bílaverksmiðjunum rödd sína; til þess að hann læri af mistökum sínum.„Ford hefur nú frábært tækifæri til að senda herra Sutherland heiðarleg og kröftug skilaboð,“ segir Andrew Murie, framkvæmdastjóri MADD í Kanada. „Það er ekki hægt að afsaka það þegar menn koma sér í svona aðstæður og síst af öllu þegar þeir hafa vel efni á leigubíl eða að vera með einkabílstjóra.“ Í fréttatilkynningu frá Ford segir: „Á meðan Ford er með samning við Kiefer Sutherland, verður sá samningur virtur. Sutherland situr nú inni fyrir glæp sinn og við gleðjumst yfir því að hann sæki þar fræðslu og meðferð við sínum áfengisvanda.“ - þlg Bílar Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent
Kanadískur þrýstihópur pressar á Ford að segja upp samningum við ökuníðinginn Kiefer Sutherland. Þrýstihópurinn Mothers Against Drunk Driving (MADD) hefur farið fram á að bandaríska stórleikaranum Kiefer Sutherland verði ekki leyft að auglýsa Ford-bifreiðar eftir að hafa fengið fangelsisdóm vegna ölvunaraksturs. Kiefer situr nú af sér 48 daga dóm í fangelsi í Kaliforníu, eftir að hafa gefið sig fram við lögreglu í Los Angeles, en hann fékk refsidóm eftir að hafa verið stöðvaður ölvaður undir stýri í september. Nú vill MADD stöðva sjónvarpsauglýsingar þar sem Sutherland ljær Ford-bílaverksmiðjunum rödd sína; til þess að hann læri af mistökum sínum.„Ford hefur nú frábært tækifæri til að senda herra Sutherland heiðarleg og kröftug skilaboð,“ segir Andrew Murie, framkvæmdastjóri MADD í Kanada. „Það er ekki hægt að afsaka það þegar menn koma sér í svona aðstæður og síst af öllu þegar þeir hafa vel efni á leigubíl eða að vera með einkabílstjóra.“ Í fréttatilkynningu frá Ford segir: „Á meðan Ford er með samning við Kiefer Sutherland, verður sá samningur virtur. Sutherland situr nú inni fyrir glæp sinn og við gleðjumst yfir því að hann sæki þar fræðslu og meðferð við sínum áfengisvanda.“ - þlg
Bílar Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent