Skotleikir ríkjandi á Íslandi 16. desember 2007 00:01 Tækni Ríflega 40 prósent vinsælustu tölvuleikjanna fyrir PC tölvur og PlayStation 3 leikjatölvur eru bannaðir innan sextán ára aldurs. Það er í öfugu hlutfalli við þá sjö þúsund tölvuleiki sem gefnir hafa verið út síðastliðin fjögur ár og eru merktir með samevrópska flokkunarkerfinu Pegi. Einungis 17 prósent Pegi merktra tölvuleikja eru gerðir fyrir sextán ára og eldri. Fyrirtækið Sena er með umboð fyrir tölvuleikjum PC og PlayStation sem njóta mikilla vinsælda á Íslandi og segir Ólafur Þór Jóelsson, vörustjóri tölvuleikja hjá Senu, PC og PlayStation tölvuleiki vera um 80 til 90 prósent af íslenska markaðnum. „Allir aldurshópar spila PC leiki, en PlayStation 3 tölvan er mest notuð af aldurshópnum 18 til 36 ára,“ segir Ólafur. Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri Samtaka myndrétthafa á Íslandi, segir skotleiki ríkjandi hér á landi. „Það er meðal annars vegna þess að Nintendo hefur ekki hlotið jafngóðan hljómgrunn hér eins og í Evrópu. Það er öðruvísi hugsun á bak við Nintendo og meira um ævintýraleiki á borð við Super Mario. Vinsældir Nintendo hafa því áhrif á hvernig leikir eru keyptir,“ segir Snæbjörn. - eb Leikjavísir Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira
Tækni Ríflega 40 prósent vinsælustu tölvuleikjanna fyrir PC tölvur og PlayStation 3 leikjatölvur eru bannaðir innan sextán ára aldurs. Það er í öfugu hlutfalli við þá sjö þúsund tölvuleiki sem gefnir hafa verið út síðastliðin fjögur ár og eru merktir með samevrópska flokkunarkerfinu Pegi. Einungis 17 prósent Pegi merktra tölvuleikja eru gerðir fyrir sextán ára og eldri. Fyrirtækið Sena er með umboð fyrir tölvuleikjum PC og PlayStation sem njóta mikilla vinsælda á Íslandi og segir Ólafur Þór Jóelsson, vörustjóri tölvuleikja hjá Senu, PC og PlayStation tölvuleiki vera um 80 til 90 prósent af íslenska markaðnum. „Allir aldurshópar spila PC leiki, en PlayStation 3 tölvan er mest notuð af aldurshópnum 18 til 36 ára,“ segir Ólafur. Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri Samtaka myndrétthafa á Íslandi, segir skotleiki ríkjandi hér á landi. „Það er meðal annars vegna þess að Nintendo hefur ekki hlotið jafngóðan hljómgrunn hér eins og í Evrópu. Það er öðruvísi hugsun á bak við Nintendo og meira um ævintýraleiki á borð við Super Mario. Vinsældir Nintendo hafa því áhrif á hvernig leikir eru keyptir,“ segir Snæbjörn. - eb
Leikjavísir Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira