Skotleikir ríkjandi á Íslandi 16. desember 2007 00:01 Tækni Ríflega 40 prósent vinsælustu tölvuleikjanna fyrir PC tölvur og PlayStation 3 leikjatölvur eru bannaðir innan sextán ára aldurs. Það er í öfugu hlutfalli við þá sjö þúsund tölvuleiki sem gefnir hafa verið út síðastliðin fjögur ár og eru merktir með samevrópska flokkunarkerfinu Pegi. Einungis 17 prósent Pegi merktra tölvuleikja eru gerðir fyrir sextán ára og eldri. Fyrirtækið Sena er með umboð fyrir tölvuleikjum PC og PlayStation sem njóta mikilla vinsælda á Íslandi og segir Ólafur Þór Jóelsson, vörustjóri tölvuleikja hjá Senu, PC og PlayStation tölvuleiki vera um 80 til 90 prósent af íslenska markaðnum. „Allir aldurshópar spila PC leiki, en PlayStation 3 tölvan er mest notuð af aldurshópnum 18 til 36 ára,“ segir Ólafur. Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri Samtaka myndrétthafa á Íslandi, segir skotleiki ríkjandi hér á landi. „Það er meðal annars vegna þess að Nintendo hefur ekki hlotið jafngóðan hljómgrunn hér eins og í Evrópu. Það er öðruvísi hugsun á bak við Nintendo og meira um ævintýraleiki á borð við Super Mario. Vinsældir Nintendo hafa því áhrif á hvernig leikir eru keyptir,“ segir Snæbjörn. - eb Leikjavísir Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
Tækni Ríflega 40 prósent vinsælustu tölvuleikjanna fyrir PC tölvur og PlayStation 3 leikjatölvur eru bannaðir innan sextán ára aldurs. Það er í öfugu hlutfalli við þá sjö þúsund tölvuleiki sem gefnir hafa verið út síðastliðin fjögur ár og eru merktir með samevrópska flokkunarkerfinu Pegi. Einungis 17 prósent Pegi merktra tölvuleikja eru gerðir fyrir sextán ára og eldri. Fyrirtækið Sena er með umboð fyrir tölvuleikjum PC og PlayStation sem njóta mikilla vinsælda á Íslandi og segir Ólafur Þór Jóelsson, vörustjóri tölvuleikja hjá Senu, PC og PlayStation tölvuleiki vera um 80 til 90 prósent af íslenska markaðnum. „Allir aldurshópar spila PC leiki, en PlayStation 3 tölvan er mest notuð af aldurshópnum 18 til 36 ára,“ segir Ólafur. Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri Samtaka myndrétthafa á Íslandi, segir skotleiki ríkjandi hér á landi. „Það er meðal annars vegna þess að Nintendo hefur ekki hlotið jafngóðan hljómgrunn hér eins og í Evrópu. Það er öðruvísi hugsun á bak við Nintendo og meira um ævintýraleiki á borð við Super Mario. Vinsældir Nintendo hafa því áhrif á hvernig leikir eru keyptir,“ segir Snæbjörn. - eb
Leikjavísir Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira