Viðskipti erlent

Goldman Sachs lækkar mat á Wal-Mart

Ein af verslunum Wal-Mart.
Ein af verslunum Wal-Mart. Mynd/AFP

Gengi hlutabréfa í bandarísku verslanakeðjunni Wal-Mart, sem er ein sú stærsta sinnar tegundar í heiminum, lækkaði um rúmt prósent á markaði vestanhafs í dag eftir að bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs lækkaði mat sitt á verslanakeðjunni.

Goldman Sachs mælir með því við hluthafa að þeir haldi í bréf sín í verslanakeðjunni en hafði áður mælt með kaupum í Wal-Mart. Þá lækkaði bankinn markgengið úr 53 dölum á hlut í 51 dal.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×