Viðskipti innlent

Metár í fjölda nýskráðra hf og ehf

Mest er fjölgun nýskráninga í fasteignaviðskiptum.
Mest er fjölgun nýskráninga í fasteignaviðskiptum. MYND/GVA

Flestar nýskráningar á hluta- og einkahlutafélögum eru í fasteignaviðskiptum, leigustarfsemi og ýmissi sérhæfðri þjónustu, en nýskráningum fyrirtækja fjölgaði um tæp níu prósent á tímabilinu 2005-2006. Þar á eftir í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, en 13% í verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu.

Þetta er metár í fjölda nýskráðra félaga, en 71% þeirra er með lögheimili á höfuðborgarsvæðinu. Á síðasta ári fjölgaði nýskráningum mest á Suðurnesjum, eða um 20%. Heildarfjöldi skráðra hlutafélaga og einkahlutafélaga á landinu var rúmlega 27 þúsund í lok síðasta árs og 12 þúsund félaganna greiddu laun.

Þetta kemur fram í nýjasta hefti Hagtíðinda um fyrirtæki og umsvif.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×