Fótbolti

Capello ætlar að halda ótrauður áfram

AFP

Ítalski þjálfarinn Fabio Capello hjá Real Madrid ætlar ekki að láta niðurlægjandi tap liðsins gegn Levante í gær hafa áhrif á sig og segist fullviss um að liðið geti náð að gera fína hluti í vor. Tap Real í gær var hið fjórða í síðustu fimm leikjum og stuðningsmenn Real létu vel í sér heyra eftir vonbrigðin í gær.

"Stuðningsmennirnir höfðu fullan rétt á að láta í sér heyra í gær, en ég hef alltaf sagt að þetta lið getur gert góða hluti á tímabilinu. Ég er þakklátur okkar traustustu stuðningsmönnum, því þeir eru alltaf á bak við okkur, sama hvað gerist. Við getum enn staðið okkur vel bæði í deildinni og Evrópukeppninni," sagði Capello og varði þá ákvörðun sína að láta David Beckham sitja uppi í stúku enn einn leikinn.

"Beckham var hérna í þrjú ár og úrslitin voru ekki sérstaklega hagstæð fyrir okkur þann tíma. Við erum að reyna að byggja upp nýtt lið hérna og ég stend harður á mínum hugmyndum um liðsuppstillinguna. Beckham spilaði nú gegn Deportivo á dögunum og við töpuðum þeim leik."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×