Fótbolti

Eto´o: Næ ekki fullum styrk fyrr en eftir eitt ár

NordicPhotos/GettyImages

Kamerúninn Samuel Eto´o sneri aftur úr meiðslum með liði Barcelona í gær þegar hann lék síðustu fimm mínúturnar í daufu jafntefli Börsunga við Osasuna. Spænskir fjölmiðlar spá því að hann verði jafnvel í byrjunarliði Barcelona í næsta leik þegar meistararnir mæta Santander næsta laugardag, en leikmaðurinn segir sig eiga langt í land með að ná bata.

Eto´o skoraði fjögur mörk í fjórum fyrstu deildarleikjum sínum í haust, en meiddist svo illa á hné í leik gegn Werder Bremen í Meistaradeildinni í september.

"Ég er nú ekki vanur því að horfa á leiki liðs míns úr stúkunni en það var gott að koma aftur inn í liðið. Ég spilaði nú ekki margar mínútur en það er mikilvægt að snúa hægt og bítandi til baka eftir svona meiðsli. Ég er í ágætu formi, en það mun eflaust taka mig heilt ár að ná fullum styrk í hnénu eftir þessa löngu fjarveru," sagði Eto´o, sem eflaust á eftir að koma eitthvað við sögu í einvígi Barcelona og Liverpool í Meistaradeildinni þann 21. febrúar nk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×