Vinningshafar Grammy 12. febrúar 2007 16:45 Grammy tónlistarverðlaunin voru afhent í 49. sinn í L.A. gærkvöldi og var athöfnin glæsileg að vanda. Ýmsir tónlistarmenn komu fram og skemmtu áhorfendum á milli atriða. Þar má nefna hljómsveitina Police, með Sting í broddi fylkingar, en hún opnaði hátíðina. Hafði hljómsveitin ekki komið saman í yfir 20 ár. Helstu vinningshafar kvöldsins voru stúlkurnar í sveitatónlistarhjómsveitinni The Dixie Chicks en það má segja að þær hafi komið, séð og sigrað. Voru stúlkurnar tilnefndar til fimm verðlauna, þar á meðal fyrir bestu plötu ársins, og hlutu þær verðlaunin í öllum fimm flokkunum. Tattooveruðu gæjarnir í hljómsveitinni Red Hot Chilli Peppers fengu fjögur verðlaun en hljómsveitin var tilnefnd til sex verðlauna. Fengu þeir meðal annars verðlaun fyrir bestu rokkplötuna, Stadium Arcadium. R&B söngkonan Mary J. Blige var tilnefnd til átta verðlauna en fór heim með þrjú. Hún var þó ekki óánægð með þann árangur og sagði það að vinna verðlaunin vera bara toppinn á ísjakanum. Að vera tilnefnd til verðlaunanna væri frábært. Þeir listamenn sem gengu út með tvenn verðlaun voru meðal annars Gnarls Barkley, Bruce Springsteen, Bob Dylan, R&B söngvarinn John Legend, kvikmyndatónlistarhöfundurinn John Williams og rapparinn Ludacris. Söngkonan Beyonce var tilnefnd til fjögurra verðlauna en fór heim með ein. Stevie Wonder hlaut ein verðlaun og hefur hann því alls hlotið verðlaunin 25 sinnum. Hann hefur því fengið fjórðu flestu verðlaunin í sögu Grammy tónlistarverðlaunanna, en efst trónir lagahöfundurinn Georg Solti, með 31 stykki. En það eru ekki allir sem fara glaðir heim af hátíðinni. Þeir James Blunt og Prince voru báðir tilnefndir í fimm flokkum en fengu hvorugir nokkur. Hljómsveitin U2, sem hefur verið hlutskörp þegar kemur að Grammy verðlaununum, fékk ekki heldur verðlaun en hún var tilnefnd til tveggja. Reuters greindi frá þessu. Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Grammy tónlistarverðlaunin voru afhent í 49. sinn í L.A. gærkvöldi og var athöfnin glæsileg að vanda. Ýmsir tónlistarmenn komu fram og skemmtu áhorfendum á milli atriða. Þar má nefna hljómsveitina Police, með Sting í broddi fylkingar, en hún opnaði hátíðina. Hafði hljómsveitin ekki komið saman í yfir 20 ár. Helstu vinningshafar kvöldsins voru stúlkurnar í sveitatónlistarhjómsveitinni The Dixie Chicks en það má segja að þær hafi komið, séð og sigrað. Voru stúlkurnar tilnefndar til fimm verðlauna, þar á meðal fyrir bestu plötu ársins, og hlutu þær verðlaunin í öllum fimm flokkunum. Tattooveruðu gæjarnir í hljómsveitinni Red Hot Chilli Peppers fengu fjögur verðlaun en hljómsveitin var tilnefnd til sex verðlauna. Fengu þeir meðal annars verðlaun fyrir bestu rokkplötuna, Stadium Arcadium. R&B söngkonan Mary J. Blige var tilnefnd til átta verðlauna en fór heim með þrjú. Hún var þó ekki óánægð með þann árangur og sagði það að vinna verðlaunin vera bara toppinn á ísjakanum. Að vera tilnefnd til verðlaunanna væri frábært. Þeir listamenn sem gengu út með tvenn verðlaun voru meðal annars Gnarls Barkley, Bruce Springsteen, Bob Dylan, R&B söngvarinn John Legend, kvikmyndatónlistarhöfundurinn John Williams og rapparinn Ludacris. Söngkonan Beyonce var tilnefnd til fjögurra verðlauna en fór heim með ein. Stevie Wonder hlaut ein verðlaun og hefur hann því alls hlotið verðlaunin 25 sinnum. Hann hefur því fengið fjórðu flestu verðlaunin í sögu Grammy tónlistarverðlaunanna, en efst trónir lagahöfundurinn Georg Solti, með 31 stykki. En það eru ekki allir sem fara glaðir heim af hátíðinni. Þeir James Blunt og Prince voru báðir tilnefndir í fimm flokkum en fengu hvorugir nokkur. Hljómsveitin U2, sem hefur verið hlutskörp þegar kemur að Grammy verðlaununum, fékk ekki heldur verðlaun en hún var tilnefnd til tveggja. Reuters greindi frá þessu.
Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira