Eru óperur leiðinlegar? 16. febrúar 2007 20:17 Ef eitthvað getur orðið banabiti íslensku óperunnar þá er þá er það ef hún setur upp kassastykki eins og Carmen eða La Bohème. Eitthvað sem fólkið vill sjá. Þess vegna er sett upp obskúr ópera eftir frekar leiðinlegt tónskáld, Stravinsky, búinn til á hana titill sem fælir fólk frá - Flagari í framsókn - en síðan spenna menn greipar og vonast til að verði helst ekki nema svona tvær sýningar. Annars gæti óperan hreinlega farið á hausinn. Jæja. Ég meina þetta ekki alveg. Hef reyndar blendnar tilfinningar til óperu. Chaplin kallaði hana feitt, borgaralegt og vemmilegt listform. Hann var líka alinn upp í fátækrahverfi. Það er mikið um gervimennsku og gervitilfinningar í óperum. Þegar Ingmar Bergman gerði kvikmynd eftir Töfraflautunni var hann spurður að því hvers vegna hann væri að þessu - óperur væru svo leiðinlegar. Það er rétt, sagði Bergman, því verður ekki á móti mælt. Þær eru leiðinlegar. En samt gerði hann kvikmyndina. --- --- --- Annars ráðgerir Gunnar Birgisson enn að byggja óperu í Kópavoginum. Gunnar er framkvæmdamaður - lætur sér ekki muna um að grafa í sundur Heiðmörk svo hún lítur út eins og eftir fyrri heimstyrjöldina - og honum ætti ekki að verða skotaskuld að byggja eins og eitt óperuhús. Sagan segir reyndar að íslenskur auðjöfur verði þar með í spilinu - komi til með að leggja stórfé í bygginguna. Þá getum við Björn Bjarnason kannski farið að láta okkur dreyma um að horfa og hlusta á Parsifal í allri sinni dýrð á íslensku sviði. Björn segist vera að hlusta á Wagner á sjúkrabeði. Eins öfugsnúið og það kann að virðast, þá eru Wagnersóperur eiginlega einu óperur sem mér þykja skemmtilegar núorðið. Jæja - skemmtilegar er kannski ekki rétta orðið. En þriðji og síðasti kaflinn í Parsifal er einhver voldugasta tónlist sem hefur verið samin. Nietzsche, forðum aðdáanda Wagners, varð svo mikið um kristindóminn í Parsifal og áhersluna á fórnfýsi að hann hljóp heim að skrifborði sínu og skrifaði ádeiluritið Nietzsche contra Wagner. Fannst gamli meistarinn vera orðinn meyr. Nokkrum árum síðar gaf heilabúið í Nietzsche sig endanlega og hann var út úr heiminum síðustu æviárin. Það boðar hins vegar ekki gott fyrir Wagner á Íslandi að ég fór á konsertuppfærslu á þriðja kafla Parsifals hjá Sinfóníunni í haust. Salurinn var hálftómur og almennt stemmingsleysi. Eins gott að þetta er ekki í stóra salnum í tónlistarhúsinu, hugsaði maður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun
Ef eitthvað getur orðið banabiti íslensku óperunnar þá er þá er það ef hún setur upp kassastykki eins og Carmen eða La Bohème. Eitthvað sem fólkið vill sjá. Þess vegna er sett upp obskúr ópera eftir frekar leiðinlegt tónskáld, Stravinsky, búinn til á hana titill sem fælir fólk frá - Flagari í framsókn - en síðan spenna menn greipar og vonast til að verði helst ekki nema svona tvær sýningar. Annars gæti óperan hreinlega farið á hausinn. Jæja. Ég meina þetta ekki alveg. Hef reyndar blendnar tilfinningar til óperu. Chaplin kallaði hana feitt, borgaralegt og vemmilegt listform. Hann var líka alinn upp í fátækrahverfi. Það er mikið um gervimennsku og gervitilfinningar í óperum. Þegar Ingmar Bergman gerði kvikmynd eftir Töfraflautunni var hann spurður að því hvers vegna hann væri að þessu - óperur væru svo leiðinlegar. Það er rétt, sagði Bergman, því verður ekki á móti mælt. Þær eru leiðinlegar. En samt gerði hann kvikmyndina. --- --- --- Annars ráðgerir Gunnar Birgisson enn að byggja óperu í Kópavoginum. Gunnar er framkvæmdamaður - lætur sér ekki muna um að grafa í sundur Heiðmörk svo hún lítur út eins og eftir fyrri heimstyrjöldina - og honum ætti ekki að verða skotaskuld að byggja eins og eitt óperuhús. Sagan segir reyndar að íslenskur auðjöfur verði þar með í spilinu - komi til með að leggja stórfé í bygginguna. Þá getum við Björn Bjarnason kannski farið að láta okkur dreyma um að horfa og hlusta á Parsifal í allri sinni dýrð á íslensku sviði. Björn segist vera að hlusta á Wagner á sjúkrabeði. Eins öfugsnúið og það kann að virðast, þá eru Wagnersóperur eiginlega einu óperur sem mér þykja skemmtilegar núorðið. Jæja - skemmtilegar er kannski ekki rétta orðið. En þriðji og síðasti kaflinn í Parsifal er einhver voldugasta tónlist sem hefur verið samin. Nietzsche, forðum aðdáanda Wagners, varð svo mikið um kristindóminn í Parsifal og áhersluna á fórnfýsi að hann hljóp heim að skrifborði sínu og skrifaði ádeiluritið Nietzsche contra Wagner. Fannst gamli meistarinn vera orðinn meyr. Nokkrum árum síðar gaf heilabúið í Nietzsche sig endanlega og hann var út úr heiminum síðustu æviárin. Það boðar hins vegar ekki gott fyrir Wagner á Íslandi að ég fór á konsertuppfærslu á þriðja kafla Parsifals hjá Sinfóníunni í haust. Salurinn var hálftómur og almennt stemmingsleysi. Eins gott að þetta er ekki í stóra salnum í tónlistarhúsinu, hugsaði maður.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun