Þunglyndislegar dýralífsmyndir, íslenskt karneval, brú yfir Skerjafjörð Egill Helgason skrifar 20. febrúar 2007 19:52 Margt fólk er mjög hrifið af dýralífsmyndum. Ég geri mér grein fyrir því. Hjá mér valda þær oft aðkenningu að þunglyndi. Yfirleitt byrja dýralífsmyndir vel, með mörgum sætum, skemmtilegum og áhugaverðum dýrum. Svo syrtir í álinn. Fyrst byrja dýrin að eðla sér. Svo fara þau að éta hvort annað. Í gær byrjaði ég að horfa á mynd um líf í frumskógi. Þar var í aðalhlutverki hópur simpansa. Fyrst voru þeir bara að klifra í trjám. En svo voru þeir komnir í einhvers konar árásarleiðangur gegn öðrum simpönsum. Endaði með því að þeir átu einn apann úr óvinaliðinu. Það var verulega ógeðsleg sjón. Almennt er mín skoðun er sú að öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir. Það sem veldur kannski mestri depurð - á ég að kalla það tilvistarangist? - er hversu líf dýranna er tilbreytingarsnautt. Við svo búið fer ég inn í eldhús og fæ mér bita af kjúklingnum sem er í kvöldmat hér. --- --- --- Saltkjöt kemur ekki hér inn í hús. Það hef ég ekki viljað síðan ég var tíu ára, var sendur í sveit og þar var saltkjöt á borðum næstum upp á hvern dag. Mér fannst þetta svo hræðilegur matur að ég nærðist aðallega á frónkexinu sem var með kaffinu. Stundum höfum við Íslendingar engan stíl. Við höldum upp á bolludag, sprengidag og öskudag. En gaman! Aðrar þjóðir halda karneval, iðandi af fjöri, meðan við slöfrum í okkur saltri baunasúpu, úðum í okkur rjómabollum og sendum börn út í kuldann til að sníkja sælgæti. Það er okkar kjötkveðjuhátíð. --- --- ---Samgöngumiðstöð í Vatnsmýri er einhver einkennilegasta framkvæmd sem hugsast getur. Ekki síst af þeirri ástæðu að ekki er búið að ákveða samgönguæðar á þessu svæði. Hún hefur þann eina tilgang að festa flugvöllinn í sessi - er svo að segja flugstöð í dularklæðum. Hlíðarfótur eða göng undir Öskjuhlíð eru ekki á samgönguáætlun og ekki heldur brú yfir Skerjafjörð. Það er framkvæmd sem ég hef margsinnis talað fyrir - undirtektirnar hafa verið heldur dræmar. Ég er náttúrlega enginn sérfræðingur, bara amatör með áhuga á skipulagsmálum. Þess vegna varð ég glaður þegar ég sá á þeim ágæta vef Deiglunni grein eftir ungan verkfræðing, Samúel Torfa Pétursson, þar sem hann spyr - Er kominn tími til að þvera Skerjafjörðinn? Í greininni segir meðal annars:"Ný tenging um Skerjafjörð, úr Hafnarfirði/Garðabæ yfir í t.d. Vatnsmýrina, gæti líklega laðað til sín töluverðan hluta af umferðinni sem í dag teppir Hafnarfjarðarveginn árdegis og síðdegis. Í miðborg Reykjavíkur eru margir stórir vinnustaðir sem Hafnfirðingar og Garðbæingar sækja, og ljóst að margir þeirra - ef ekki meirihlutinn - myndu kjósa Skerjafjarðarbraut í stað hins teppta Hafnarfjarðarvegar. Jafnvel þótt um lengri veg yrði að fara. Í öðru lagi eru stórkostlegir möguleikar í þróun höfuðborgarsvæðisins sitt hvorum megin við Skerjafjörðinn. Þróun borgarinnar út í sundin, í stað heiðanna. Garðaholtið er í norðvesturhluta Garðabæjar, á leiðinni út á Álftanes. Áætlanir eru um nokkur þúsund manna byggð á holtinu, en í samgöngulegu tilliti er svæðið ekki mjög fýsilegt til uppbyggingar. Aukin byggð myndi án efa leggja enn meira álag á Hafnarfjarðarveginn. Ný tenging til norðurs - beint yfir til Reykjavíkur - myndi gerbreyta því. Vatnsmýrin er síðan vitanlega mesta krúndjásn borgarinnar. Spaðaásinn í samkeppni við aðrar borgir í kring um okkur. Í dag að miklu leyti aflokað frá höfuðborgarsvæðinu vegna skorts á tengingum til austurs og suðurs. Ný tenging til suðurs (og vonandi önnur til austurs) myndi gerbreyta því, og bæta til muna forsendur nýrrar byggðar þar. En þrátt fyrir að vera jafn íhugunarverð og raun ber vitni, þá er hvergi minnsti á þverun yfir Skerjafjörð sem hugsanlega samgöngubót í neinni opinberri áætlun. Hvorki hinni loforðaþrungnu nýju samgönguáætlun Sturlu Böðvarssonar, Vegaáætlun, Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins né aðalskipulagáætlunum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu." Tek svo fram að myndin sem fylgir þessum texta er fengin úr grein Samúels Torfa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun
Margt fólk er mjög hrifið af dýralífsmyndum. Ég geri mér grein fyrir því. Hjá mér valda þær oft aðkenningu að þunglyndi. Yfirleitt byrja dýralífsmyndir vel, með mörgum sætum, skemmtilegum og áhugaverðum dýrum. Svo syrtir í álinn. Fyrst byrja dýrin að eðla sér. Svo fara þau að éta hvort annað. Í gær byrjaði ég að horfa á mynd um líf í frumskógi. Þar var í aðalhlutverki hópur simpansa. Fyrst voru þeir bara að klifra í trjám. En svo voru þeir komnir í einhvers konar árásarleiðangur gegn öðrum simpönsum. Endaði með því að þeir átu einn apann úr óvinaliðinu. Það var verulega ógeðsleg sjón. Almennt er mín skoðun er sú að öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir. Það sem veldur kannski mestri depurð - á ég að kalla það tilvistarangist? - er hversu líf dýranna er tilbreytingarsnautt. Við svo búið fer ég inn í eldhús og fæ mér bita af kjúklingnum sem er í kvöldmat hér. --- --- --- Saltkjöt kemur ekki hér inn í hús. Það hef ég ekki viljað síðan ég var tíu ára, var sendur í sveit og þar var saltkjöt á borðum næstum upp á hvern dag. Mér fannst þetta svo hræðilegur matur að ég nærðist aðallega á frónkexinu sem var með kaffinu. Stundum höfum við Íslendingar engan stíl. Við höldum upp á bolludag, sprengidag og öskudag. En gaman! Aðrar þjóðir halda karneval, iðandi af fjöri, meðan við slöfrum í okkur saltri baunasúpu, úðum í okkur rjómabollum og sendum börn út í kuldann til að sníkja sælgæti. Það er okkar kjötkveðjuhátíð. --- --- ---Samgöngumiðstöð í Vatnsmýri er einhver einkennilegasta framkvæmd sem hugsast getur. Ekki síst af þeirri ástæðu að ekki er búið að ákveða samgönguæðar á þessu svæði. Hún hefur þann eina tilgang að festa flugvöllinn í sessi - er svo að segja flugstöð í dularklæðum. Hlíðarfótur eða göng undir Öskjuhlíð eru ekki á samgönguáætlun og ekki heldur brú yfir Skerjafjörð. Það er framkvæmd sem ég hef margsinnis talað fyrir - undirtektirnar hafa verið heldur dræmar. Ég er náttúrlega enginn sérfræðingur, bara amatör með áhuga á skipulagsmálum. Þess vegna varð ég glaður þegar ég sá á þeim ágæta vef Deiglunni grein eftir ungan verkfræðing, Samúel Torfa Pétursson, þar sem hann spyr - Er kominn tími til að þvera Skerjafjörðinn? Í greininni segir meðal annars:"Ný tenging um Skerjafjörð, úr Hafnarfirði/Garðabæ yfir í t.d. Vatnsmýrina, gæti líklega laðað til sín töluverðan hluta af umferðinni sem í dag teppir Hafnarfjarðarveginn árdegis og síðdegis. Í miðborg Reykjavíkur eru margir stórir vinnustaðir sem Hafnfirðingar og Garðbæingar sækja, og ljóst að margir þeirra - ef ekki meirihlutinn - myndu kjósa Skerjafjarðarbraut í stað hins teppta Hafnarfjarðarvegar. Jafnvel þótt um lengri veg yrði að fara. Í öðru lagi eru stórkostlegir möguleikar í þróun höfuðborgarsvæðisins sitt hvorum megin við Skerjafjörðinn. Þróun borgarinnar út í sundin, í stað heiðanna. Garðaholtið er í norðvesturhluta Garðabæjar, á leiðinni út á Álftanes. Áætlanir eru um nokkur þúsund manna byggð á holtinu, en í samgöngulegu tilliti er svæðið ekki mjög fýsilegt til uppbyggingar. Aukin byggð myndi án efa leggja enn meira álag á Hafnarfjarðarveginn. Ný tenging til norðurs - beint yfir til Reykjavíkur - myndi gerbreyta því. Vatnsmýrin er síðan vitanlega mesta krúndjásn borgarinnar. Spaðaásinn í samkeppni við aðrar borgir í kring um okkur. Í dag að miklu leyti aflokað frá höfuðborgarsvæðinu vegna skorts á tengingum til austurs og suðurs. Ný tenging til suðurs (og vonandi önnur til austurs) myndi gerbreyta því, og bæta til muna forsendur nýrrar byggðar þar. En þrátt fyrir að vera jafn íhugunarverð og raun ber vitni, þá er hvergi minnsti á þverun yfir Skerjafjörð sem hugsanlega samgöngubót í neinni opinberri áætlun. Hvorki hinni loforðaþrungnu nýju samgönguáætlun Sturlu Böðvarssonar, Vegaáætlun, Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins né aðalskipulagáætlunum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu." Tek svo fram að myndin sem fylgir þessum texta er fengin úr grein Samúels Torfa.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun