Viðskipti erlent

Gengi bréfa í EADS á niðurleið

Risaþota frá Airbus af gerðinni A380.
Risaþota frá Airbus af gerðinni A380.

Gengi hlutabréfa í EADS, móðurfélagi evrópska flugvélaframleiðandans Airbus, hefur farið niður um 3,9 prósent eftir að fyrirtækið greindi frá því í gær að það hyggðist fresta þróun og framleiðslu á fraktflugvél af gerðinni A380. Fyrirtækið mun eftirleiðis einbeita sér að framleiðslu á farþegaþotu af sömu gerð sem stefnt er að komi á markað í haust.

Nokkur fyrirtækið hafa pantað fraktflugvélar af þessari gerð frá Airbus en hótað að draga þær til baka eftir að afhending þeirra dróst vegna framleiðsluerfiðleika á síðasta ári. Útslagið nú gerði þegar bandaríska póstþjónustufyrirtækið United Parcel Service ákvað að afpanta fraktþotu á dögunum.

Airbus hefur lent í talsverðum vandræðum vegna framleiðslu á risaþotunni. Framleiðslan er nú þegar tveimur árum á eftir áætlun. Gengi hlutabréfa í EADS, móðurfélagi Airbus hefur verið á hraðri niðurleið og hefur fyrirtækið ákveðið að segja upp 10.000 manns í hagræðingarskyni víðs vegar í Evrópu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×