Viðskipti innlent

Neyslan fjármögnuð með kreditkortum

MYND/VILHELM

Kortavelta í febrúar nam 53,6 milljörðum króna. Þar af nemur velta debertkorta 31,6 milljörðum króna en velta kreditkorta 22,1 milljarði. Samdráttur er í heildarkortaveltu upp á 11 prósent á milli mánaða. Það skýrist einkum af minni veltu kreditkorta sem almennt dregst saman í febrúar í kjölfar jólaverslunar.

Greiningardeild Kaupþings segir í Hálffimmfréttum sínum í dag að samdráttur í kortaveltu nemi 2,3 prósentum frá sama tíma í fyrra eftir að búið er að taka tillit til gengis- og verðlagsþróunar.

Heildarvelta debetkorta dróst saman að raunvirði um 13 prósent frá sama mánuði í fyrra en heildarvelta kreditkorta jókst á sama tíma um 12 prósent milli ára miðað við fast gengi og verðlag.

Greiningardeild Kaupþings segir það virðast sem neysla heimila sé í auknum mæli fjármögnuð með kreditkortum enda hafi hlutdeild þeirra af heildarkortaveltu aukist hratt á síðustu misserum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×