Viðskipti erlent

Methagnaður hjá Lehman Brothers

Bandaríski fjárfestingabankinn Lehman Borthers, fjórði stærsti fjárfestabanki vestanhafs, skilaði hagnaði upp á 1,13 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 76,83 milljarða íslenskra króna, á síðasta ársfjórðungi 2006. Þetta er metafkoma í sögu bankans.

Þetta er 5,6 prósenta hækkun á milli ára.

Tekjur bankans á tímabilinu námu 5,05 milljörðum dala, 343,35 milljörðum íslenskra króna, samanborið við 4,46 milljarða dala, eða 303,24 milljarða krónur, á sama tíma ári fyrr. Þetta er 13 prósenta aukning á milli ára. Niðurstaðan er yfir væntingum greinenda á Wall Street sem höfðu reiknað með því að tekjur bankans myndu nema 4,97 milljörðum dala.

Helsta ástæðan fyrir metafkomunni eru kaup og samrunar bankans á síðasta ári. Greinendur eru hins vegar óttaslegnir yfir því sem koma skal enda hafa fjármálafyrirtæki vestanhafs orðið fyrir skelli í tvígang það sem af er þessu ári.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×